Staðnámskeið

Stjórnarhættir (VIÐ198F)

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Námskeiðið verður kennt á haustmisseri 2024. Sjá nánar í stundatöflu.

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Peningur 75.000 kr.
Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Markmið námskeiðsins er að stuðla að sem mestri getu og færni nemenda í stjórnarháttum, ekki síst þegar kemur að hlutverki, verkefnum og ábyrgð stjórnar á stöðu og þróun fyrirtækja og stofnana gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum í samfélaginu.

Markmiðið er einnig að opna augu nemenda fyrir þeirri fjölbreytni sem er að finna á fræðasviðinu og þeim mun sem kann að vera á skilgreiningu og framkvæmd stjórnarhátta í mismunandi löndum og heimshlutum.

Námskeiðið miðar að því gegnum fyrirlestra og kennsluefni að nemendur tileinki sér þekkingu af hinum fjölbreytta fræðilega grunni sem til er í faginu. Gegnum vinnu með dæmisögur og íslensk raundæmi, bæði í fyrirlestrum og í verkefnavinnu námskeiðsins, er markvisst ýtt undir leikni og hæfni nemenda.

Námskeiðið er kennt á ensku.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

 

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Umsókn er aðeins afgreidd ef prófskírteini, til staðfestingar á loknu grunnnámi við háskóla, hefur borist á netfangið endurmenntun@hi.is   

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.

Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stjórnarhættir (VIÐ198F)

Verð
75000