Staðnámskeið

Breytingastjórnun (VIÐ190F)

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Námskeiðið verður kennt á haustmisseri 2024. Sjá nánar í stundatöflu.

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Peningur 75.000 kr.
Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu lykilatriði breytingastjórnunar s.s. innleiðing breytinga, viðbrögð starfsmanna, helstu hindranir í vegi breytinga ásamt þeim hamlandi og drífandi kröftum sem eru að verki í breytingaferlinu.

Farið verður ítarlega í kenningar og aðferðir sem breytingastjórnun byggir á og ræddar verða algengustu lausnir og aðferðir í stjórnun breytinga.  Rætt verður um hlutverk leiðtoga, stjórnenda almennt og millistjórnenda í breytingum sem og krísustjórnun. Fjallað verður einnig um fyrirtækjamenningu og hvers vegna hún er mikilvægur þáttur í breytingaferlinu.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

 

 

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru samkennd námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau eru metin til MS-prófs við viðskiptafræðideild HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar. Umsókn er aðeins afgreidd ef prófskírteini, til staðfestingar á loknu grunnnámi við háskóla, hefur borist á netfangið endurmenntun@hi.is   

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.

Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Breytingastjórnun (VIÐ190F)

Verð
75000