Staðnámskeið

Taktu erfiðar ákvarðanir eins og íþróttadómari!

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 3. apríl kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Kristinn Óskarsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 24. mars. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Stjórnendur og leiðtogar verða oft að taka erfiðar ákvarðanir og stundum þarf að taka þær hratt.  Á þessu námskeiði munum við fara yfir ýmis praktísk atriði sem gott er að hafa í huga við ákvarðanatöku og læra af reynslu og þjálfun íþróttadómara á efsta stigi.  Við munum bæði skoða ýmsar forsendur ákvarðana en ekki síður okkar eigið hugarfar sem þarf að vera jákvætt og raunsætt fyrir og eftir ákvarðanatöku.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Ýmsar kenningar og módel ákvarðanatöku.
  • Forgagnsröðun hagsmuna við ákvarðanatöku.
  • Forsendur ákvarðana og áhrif þeirra.
  • Innri og ytri þrýsting og hvernig hægt er að lágmarka áhrif hans á ákvarðanir.
  • Hvernig á að taka ákvarðanir sem eru í samræmi við siðferðileg gildi og ábyrgð, með dæmum úr íþróttum og viðskiptum.

Ávinningur þinn

  • Bætt hæfni í ákvarðanatöku undir álagi.
  • Betri nýting á kerfisbundnum verkfærum og tækni.
  • Aukinn skilningur á siðferðilegri og ábyrgri ákvarðanatöku.
  • Aukið sjálfstraust og einbeiting við ákvarðanatöku.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar vel fyrir stjórnendur í opinbera geiranum og atvinnulífinu, einkum nýja stjórnendur. Jafnframt fyrir leiðtoga í íþróttahreyfingunni og þriðja geiranum, s.s. þjálfara og dómara.
Ýmsa ráðgjafa s.s. mannauðsstjóra, verkefnastjóra og sjálfstætt starfandi ráðgjafa.

Nánar um kennara

Kristinn Óskarsson er reyndur stjórnandi, mannauðsstjóri og körfuboltadómari ásamt því að vera alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi.  Kristinn er íþróttakennaramenntaður, markþjálfi og með MBA gráðu frá HÍ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Taktu erfiðar ákvarðanir eins og íþróttadómari!

Verð
29900