Staðnámskeið

Endurhönnun ferla með hönnunarhugsun

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 13. og 20. nóv. kl. 8:30 - 12:30

8 klst.

Fjóla María Ágústsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 66.900 kr.
Snemmskráning til og með 3. nóvember. Almennt verð 73.600 kr.
Námskeið

Viltu endurhanna verkferla til að ná meiri árangri í samkeppni nútímans og nýta réttu tæknina eða stafrænu lausnirnar? Viltu læra að leysa flókin vandamál með skapandi hætti?  Leystu kraft nýsköpunar úr læðingi innan þinnar skipulagsheildar með því að nýta aðferðarfræði hönnunarhugsunar (e. design thinking) við hönnun og endurhönnun ferla, verklags eða vinnustaðarins sjálfs.
 

Á þessu námskeiði lærir þú grundvallaratriði hönnunarhugsunar og hvernig þú getur nýtt aðferðafræðina í eigin verkefnum og umhverfi. Kafað er ofan í hvernig hugmyndafræði notendamiðaðrar hönnunarhugsunar getur haft áhrif á verklag og ferla og þar af leiðandi árangur vinnustaða. Við rannsökum ítarlega þarfir notandans/viðskiptavinarins og hvernig hægt er að leysa áskoranir með betri þjónustu, betri lausnum og vinnulagi innan fyrirtækis eða stofnunar.
 

Með því að teikna upp og greina ferli út frá notandanum, viðskiptavininum eða hagaðila, áttum við okkur betur á því hvaða áherslur þarf að leggja til að ná meiri árangri. Þá er átt við í samkeppni innan viðskiptalífsins eða til að þróast í takti við viðskiptalífið ef litið er til opinberra stofnana. Samfélagið er á fleygiferð vegna breytinga sem tækninýjungar hafa hrundið af stað sem geta einfaldað og bætt þjónustu. Því skiptir öllu máli að átta sig á því hvaða breytingar er mikilvægast að ráðast í og hvað sé hægt að gera. Slíkt ferli er stundum kallað á ensku "discovery" sem nauðsynlegt er að fara í til að gera réttu hlutina, en ekki bara þá sem virðast vera réttir en eru það kannski ekki til að ná mestum árangri.
 

Þátttakendur öðlast færni í að greina vandamál eða áskoranir innan ferla til að skilja hvernig best sé hægt að bæta þá. Með áherslu á öfluga hugmyndasöfnun, hugmyndavinnu og mat á hugmyndum, með samsetningu réttra aðila innan skipulagsheilda er hægt að taka réttar stefnumarkandi ákvarðanir um hverju og hvernig skuli breyta. Loks, með skapandi vinnulagi við forgangsröðun og gerð "roadmap" breytinga, safnast verkefnin okkar saman til að nútímavæðast eða viðhalda viðskiptaumhverfinu með breytingum á verklagi, með stafrænni þróun eða kaupum á lausnum sem leysa þær áskoranir sem mikilvægastar eru.
 

Þetta námskeið styður við þig til að nýta hönnunarhugsun við að skapa bætt og afskastamikið vinnulag innan þíns fyrirtækis eða stofnunar.
 

 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvað felst í hugmyndafræði notendamiðaðrar hönnunarhugsunar og hvernig og hvenær er hægt að nýta hana.
  • Hvernig þarfir notandans/viðskiptavinarins og hagaðila eru greindar.
  • Hvernig teiknað er upp ferli út frá notandanum/viðskiptavininum.
  • Greiningu vandamála eða áskorana innan ferils.
  • Hugmyndasöfnun, hugmyndavinnu og mat á hugmyndum og um framsetningu til að geta selt breytingar.
  • Vinnulag við forgangsröðun og gerð "roadmap" breytinga til að nútímavæðast eða halda velli við rekstur fyrirtækja.

Ávinningur þinn

  • Lærir að beita aðferðarræði og nálgun hönnunarhugsunar.
  • Lærir ákveðna nálgun við breytingastjórnun.
  • Lærir hvernig þú kveikir á nýsköpunarhugsun innan skipulagsheildar.
  • Lærir verklag og vinnubrögð til að halda vinnustofur þar sem ferli viðskiptavinar eða notanda þjónustu er greint.
  • Lærir aðferðir forgangsröðunar til breytinga sem fela í sér að ná frekari árangri innan skipulagsheildar.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á að efla vinnustaði og læra nýsköpunarhugsun. Einnig ætlað stjórnendum sem vilja nútímavæða ferla innan sinnar starfseiningar og átta sig á því hverju þarf að breyta til að ná árangri, hvernig á að gera það og með hvaða tækninýjungum.

Nánar um kennara

Fjóla María er ráðgjafi og eigandi Fit4digital slf. Hún var stjórnendaráðgjafi hjá Capacent í rúm fimm ár, starfaði hjá Stafrænu Íslandi og leiddi samstarfs sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.


Fjóla lærði design thinking í London og Digital transformation and innovation for Government í Harvard Kennedy School. Hún hefur starfað sem stjórnandi og teymisstjóri og verið í framkvæmdastjórn og stjórn fyrirtækis. Hún hefur nýtt aðferðarfræði hönnunarhugsunar við endurhönnun fjölmargra opinberra ferla sem hafa gjörbreytt þjónustu opinberra stofnana, t.d. inni á Ísland.is

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Endurhönnun ferla með hönnunarhugsun

Verð
66900