Staðnámskeið

Vefstjórnun - framhald

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fös. 15. nóv. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Díana Dögg Víglundsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 37.900 kr.
Snemmskráning til og með 5. nóvember. Almennt verð 41.700 kr.
Námskeið

Þetta námskeið fjallar um umsjón með vefsvæðum, stórum sem smáum.
 

Farið er yfir alla helstu þætti sem aðilar með vefumsjón eða vefstjórar þurfa að hafa í huga við rekstur á sínum vefjum. Oft er fólk sett í þá stöðu að fá vefinn í fangið og eiga að sinna honum meðfram öðrum störfum. Þá er nauðsynlegt að afla sér þekkingar og stuðnings til að geta sinnt því verkefni.
 

Flett verður upp í verkfærakistu vefstjórans, farið yfir ólíkar tegundir af vefjum og gefin ýmis góð ráð við vefstjórn. Fjallað er um hvað þarf að hafa í huga við vefstjórn, hvort sem um er að ræða upplýsingavef, bókunarvef, stór vefsvæði, innri vefi eða vefverslun.
 

Farið verður yfir helstu áskoranir vefstjórans, hvaða hindranir verða á vegi hans og hvað hann þarf að varast. Hvert er raunverulegt starf vefstjórans eða vefumsjónarmanneskju?
 

Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að hafa ýmis góð verkfæri og ráð í farteskinu til að nota í starfi sínu við vefstjórn.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Samfélagsmiðlar og vefurinn - hvernig samtvinnum við þessa tvennu?.
  • Árangursmælingar - hvað, hvernig og hvers vegna skipta þær máli?
  • Vefverslanir, bókunarvefir og innri vefir, hvað þarf að gera öðruvísi þar?

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á starfi vefstjórans.
  • Aukin þekking á vefumsjón og innsýn í verkfærakistu vefstjórans.
  • Ýmis ráð, tæki og tól við rekstur á vef.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem starfa við vefumsjón að einhverju leyti eða hafa fengið vefinn í fangið og vantar að vita hvað á að gera næst. Námskeiðið er einnig fyrir þau sem eru búin að setja upp sinn eigin vef eða vefverslun og vantar kunnáttu til þess að hugsa um hann.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa ekki að vera með nein gögn með sér. Gott er að vera með raundæmi en það er þó ekki nauðsyn.

Nánar um kennara

Díana Dögg er reynslumikill vefstjóri með um 15 ára reynslu í þessum bransa. Hún hefur  m.a. unnið sem vefstjóri hjá N1 og Háskóla Íslands en einnig hefur hún komið að stafrænni þróun og uppbyggingu vefsvæða og smáforrita hjá Vodafone, Stöð 2, Arion banka og fleiri fyrirtækjum. Díana Dögg starfar í dag sem forstöðumaður vöruþróunar og upplifun viðskiptavina vefmiðla og útvarps hjá SÝN.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vefstjórnun - framhald

Verð
37900