Staðnámskeið

DORA lögin: Praktísk nálgun á innleiðingu

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 17. okt. kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Ebenezer Þórarinn Böðvarsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 7. október. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Fjármálafyrirtæki og tækniþjónustuveitendur á sviði upplýsinga- og samskiptatækni munu þurfa að uppfylla væntanleg DORA lög um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar.

Lögunum er ætlað að auka seiglu fjármálakerfisins í heild sinni til að minnka líkur á keðjuverkandi áhrifum við útfalli þjónustu eða netárásir. Þau setja ný viðmið fyrir lágmarks seiglu fyrirtækja og krefjast fyrirbyggjandi og strategískra aðgerða til að minnka rekstraráhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni. Lögin kalla á töluverðar eða jafnvel umfangsmiklar breytingar hjá flestum fjármálafyrirtækjum og tækniþjónustuveitendum þeirra.

Hörð viðurlög DORA gera þau að tímamóta lögum sem stjórnendur fyrirtækja sem falla undir þau verða að setja í forgang og gera ráð má fyrir margra mánaða innleiðingartímabili. 

Lögin eru yfirgripsmikil og það er töluverð áskorun að ná fyllilega utan um þau. Til að forðast mistök við innleiðingu er mikilvægt að hafa góða yfirsýn, rétta túlkun hugtaka og undirbúa verkefnið vel.

Fyrirtæki geta sparað sér tíma og fjármuni með réttri aðferðafræði og góðum undirbúningi. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum skýrari ramma/mynd til þess að vinna eftir við innleiðingu DORA.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Tilgang DORA, uppbyggingu og umfang.
  • Mikilvæg hugtök og áhugavert efni tekið fyrir t.d. hlutfallsreglan (Proportionality), ábyrgð, ósvikni (Authenticity), áhrifagreining rekstrar (Business Impact Analysis) og áhætta tengd ytri tækniþjónustuveitendum svo eitthvað sé nefnt.
  • Praktíska aðferðafræði og uppbyggingu fyrir skilvirka innleiðingu.
  • Ekki er farið yfir einstaka kröfur DORA.

Fyrir hverja

Námskeiðið er sniðið að starfsfólki fjármálafyrirtækja s.s. banka, verðbréfafyrirtækja og -miðstöðva, sjóða, verðbréfafyrirtækja, tryggingafélaga, lífeyrissjóða, lánshæfisfyrirtækja, fjártæknifyrirtækja og tækniþjónustuaðila sem ber ábyrgð á eða kemur að innleiðingu DORA.

Einnig fyrir alla sem vilja skilja út á hvað DORA gengur, hvernig best er að innleiða eða fá svör við ákveðnum spurningum. Námskeiðið er góður vettvangur til að bera saman reynslu og viðra hugmyndir.

Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á DORA lögunum fyrir námskeiðið.

Nánar um kennara

Ebenezer starfar sem stjórnandi ráðgjafateymis SYNDIS sem er leiðandi fyrirtæki í upplýsingaöryggi og netöryggi og veitir sérsniðna þjónustu og nýstárlegar öryggislausnir á heimsmarkaði.

Hann hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingaöryggi. Bæði sem ráðgjafi hjá Skýrr og SYNDIS og sem upplýsingaöryggisstjóri hjá BORGUN í 10 ár.

Hjá SYNDIS hefur hann einnig leitt rannsóknir og þróun á gagnlegum viðbragðsáætlunum og áætlunum um samfelldan rekstur og neyðaráætlunum þegar kemur að netöryggi.

Ebenezer er ICTTF DORA Certified Compliance Specialist.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

DORA lögin: Praktísk nálgun á innleiðingu

Verð
29900