

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. og mið. 24. mars - 9. apríl kl. 17:00 - 19:00 (6x)
Svanhildur Guðmundsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Námskeiðið hentar þeim sem lokið hafa Spænsku I og Spænsku II eða hafa sambærilega þekkingu á spænsku máli. Unnið verður með alla færniþætti (talmál, lestur, hlustun og ritun) en þó verður sérstök áhersla á talmál.
Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að geta tjáð sig í rituðu og mæltu máli um kunnugleg málefni sem tengjast daglegu lífi og ferðalögum í spænskumælandi löndum.
Námskeiðið er fyrir öll þau sem lokið hafa Spænsku II eða hafa sambærilega þekkingu á tungumálinu.
Í námskeiðinu er unnið á tölvu í tímum og þurfa þátttakendur að hafa tölvu meðferðis.
Svanhildur Guðmundsdóttir er með BA-gráðu í spænsku og diplóma í kennslufræði erlendra tungumála frá Háskóla Íslands. Svanhildur hefur kennt spænsku um áratug, meðal annars í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.