

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 13. nóv. kl. 9:00 - 16:00
Jóhanna Jóhannesdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Mikilvægasta grunnþörf barns er að tengjast tilfinningaböndum við foreldra/umönnunaraðila. Í gegnum grunntengslin fær barnið þörfum sínum fyrir kærleika, öryggi og vernd mætt, án skilyrða.
Tengslaröskun, tengslavandi og einkenni tengslavanda verður til eða þróast í gegnum misalvarlega vanrækslu á þessum grunnþörfum. Vandinn getur þróast og haft áhrif á allt nærumhverfi barnsins. Þekking og skilningur á fjöláfalla-og tengslavanda barnsins er grunnforsenda þess að hægt sé að ná til barnsins í því skyni að hafa jákvæð áhrif á líf þess.
Á námskeiðinu er fjallað um mikilvægi frumbernskunnar og forsendur barns sem glímir við vanda tengdan fjöláföllum og tengslum. Skoðað er hvernig hægt er að nálgast barnið af öryggi, út frá þekkingu, með kærleik og viðeigandi mörkum að leiðarljósi með það að markmiði að draga úr þeim einkennum sem barnið sýnir sem byggja á öryggisleysi og ótta.
Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði og líkanið „Attachment and Resilience Based Model“ (Tengslamyndun, tilfinningastjórnun, færniþættir) sem auðveldar lykilaðilum barnsins að skyggnast á bak við tilfinningalegan óstöðugleika og erfiða hegðun barna upp að 16 ára aldri. Skoðað verður hvernig hægt er að setja hegðun barnsins í merkingarbært samhengi og bregðast við af öryggi, yfirvegun, rósemd og viðeigandi festu.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur eigi auðveldar með að „skyggnast á bak við‟ hér og nú hegðun barnsins:
Námskeiðið er ætlað öllu fagfólki sem starfar við leik- og grunnskóla, frístundaheimili, félagsþjónustu, barnavernd og heilsugæslu.
Jóhanna Jóhannesdóttir er félagsráðgjafi, MA og fjölskyldufræðingur. Jóhanna hefur unnið með fjölskyldum og fósturfjölskyldum til fjölda ára hjá Barnavernd Reykjavíkur og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í vinnu með lykilaðilum barna sem glíma við fjöláfalla-og tengslavanda. Jóhanna starfar í dag sem fjölskyldufræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem fjölskyldufræðingur og veitir stuðning og ráðgjöf til foreldra, fósturforeldra og starfsfólk í leik-og grunnskólum, samkvæmt þeirri hugmyndarfræði sem hún kynnir á námskeiðinu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.