Staðnámskeið

Brosmildu og stilltu börnin

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 4. nóv. kl. 9:00 - 12:00 og þri. 5. nóv. kl. 8:30 - 12:30 (2x)

7 klst.

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 53.900 kr.
Snemmskráning til og með 25. október. Almennt verð 59.300 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig hægt sé að greina tengslahegðun barna sem búa við hættu. John Bowlby lýsti tengslum sem tilfinningalegum böndum sem hefðu áhrif á hegðun frá vöggu til grafar. Til að geta skilið börn verður að líta til frumtengsla þeirra og umönnunaraðila. Mikilvægt er að allt fagfólk sem kemur að starfi með börnum sé fært um að lesa í svipbrigði, líkamlegt atferli, yrta og óyrta tjáningu barna, svo unnt sé að skima fyrir hættu í tengslasamböndum þeirra.
 

Á námskeiðinu verður fjallað um grunn tengslakenninga og þrjú matstæki, Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption, DMM módelsins. Matstæki DMM módelsins leggja áherslu á að skima fyrir hættu í tengslasamböndum barna á ólíkum aldursskeiðum með umönnunaraðilum. Rýnt verður í ljósmyndir af börnum sem búa við hættu, ásamt því sem líkamlegum einkennum verða gerð skil.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Tengslahegðun og flokkun tengslahegðunar ABC.
  • Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption, DMM módelið, sem byggir á grunni tengslakenninga Johns Bowlbys, Mary Ainsworth og Patricia Crittenden. DMM módelið byggir á að skima fyrir hættu, óunnum áföllum og þunglyndi í tengslasamböndum.
  • Hvernig unnt er að auka færni fagfólks í að lesa í yrta og óyrta tjáningu barna.

Ávinningur þinn

  • Lærir að þekkja grunn og tilurð tengslahegðunar.
  • Að öðlast þekkingu á ,Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption, DMM módelinu.
  • Að öðlast færni í að lesa í yrta og óyrta tjáningu barns.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu því fagfólki sem starfar með börnum í leik- og grunnskólum, innan frístundaheimila, kirkjunnar, félagsþjónustu, sýslumannsembætta, löggæslunnar og hjá barnaverndarnefndum.

Nánar um kennara

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Síðastliðin 10 ár hefur hún sérhæft sig í tengslafræðum innan Dynamic-Maturational Model of Attachment and Adaption í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu. Þá sinnir hún ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur; kennslu innan Háskóla Íslands; faglegri ráðgjöf fyrir stofnanir sem vinna með málefni barna, auk þess sem hún sér um tengslamöt og greiningu tengslamata fyrir fagaðila og stofnanir.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Brosmildu og stilltu börnin

Verð
53900