Staðnámskeið

Skaðaminnkun

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 13. nóv. kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Svala Jóhannesdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 26.900 kr.
Snemmskráning til og með 3. nóvember. Almennt verð 29.600 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu um mannúðlega og gagnreynda nálgun við vímuefnanotkun verður fjallað um skaðaminnkandi hugmyndafræði og inngrip með áherslu á öll stig vímuefnanotkunar. Megináhersla skaðaminnkunar er að draga úr þeim skaðlegu afleiðingum sem geta fylgt notkun á vímuefnum, með það að markmiði að aðstoða fólk við að halda lífi, að vernda heilsu þeirra og að styrkja öll skref í átt að jákvæðum breytingum.

Skaðaminnkandi hugmyndafræði er viðurkennd aðferðafræði innan fíknifræða, þar sem lögð er áhersla á að draga úr þeim neikvæðu og hættulegu afleiðingum sem geta fylgt notkun á löglegum og ólöglegum vímuefnum, fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Skaðaminnkun er viðbót við þau meðferðarúrræði og forvarnir sem eru til staðar í samfélaginu og vísar til stefnu, verkefna og verklags.
Skaðaminnkun viðurkennir að vímuefnanotkun er hluti af okkar samfélagi og lítur raunsætt á þá stöðu að margir sem nota vímuefni treysta sér ekki til eða vilja ekki hætta notkun á vímuefnum, vegna margvíslegra ástæðna. 
Megin markmið skaðaminnkunar er að aðstoða fólk við að halda lifi, að vernda sálræna og líkamlega heilsu fólks og að styrkja öll skref í átt að jákvæðum breytingum. Lögð er áhersla á að veita fólki þjónustu og stuðning án fordóma, þvingunar, mismunar eða að krefjast þess að fólk hætti að nota vímuefni sem forsenda fyrir þjónustu.
Í grunnin snýr skaðaminnkun að lýðheilsuinngripum og mannréttindum fólks sem notar vímuefni.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Evrópska eftirlitsstofnunin um lyf og lyfjafíkn (EMCDDA) leggja áherslu á alhliða innleiðingu á skaðaminnkandi verkefnum í samfélaginu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skaðaminnkandi hugmyndafræði, markmið og árangur.
  • Hvernig skaðaminnkandi nálgun er beitt í starfi.
  • Ólík stig vímuefnanotkunar (vímuefnarófið).
  • Undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á þróun vímuefnavanda.
  • Gagnreynd skaðaminnkandi inngrip.
  • Skaðaminnkandi verkefni á Íslandi.

Ávinningur þinn

  • Að kynnast skaðaminnkandi hugmyndafræði, markmiðum og árangri.
  • Að öðlast færni í að beita skaðaminnkandi nálgun í starfi.
  • Að læra að þekkja ólík stig vímuefnanotkunar (vímuefnaróf).
  • Að öðlast skilning á undirliggjandi áhrifaþáttum á þróun á vímuefnavanda og fá innsýn inn í eðli vandans.
  • Að þekkja gagnreynd skaðaminnkandi inngrip.
  • Að þekkja skaðaminnkandi verkefni á Íslandi.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að starfi með einstaklingum sem nota vímuefni og glíma við vímuefnavanda. Þar á meðal breiðum hópi starfsfólks innan heilbrigðis- og félagslega kerfisins, fagaðilum í skólum og aðilum sem koma að stefnumótun í málaflokknum.

Nánar um kennara

Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldufræðingur og faghandleiðari, sérsvið skaðaminnkun.
Svala hefur starfað með fólki sem glímir við fjölþættan vanda þ.á.m. þungan vímuefnavanda og heimilisleysi, frá árinu 2007, m.a hjá Rauða krossinum og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þar hefur hún þróað og innleitt skaðaminnkandi inngrip og stýrt skaðaminnkandi úrræðum á borð við Frú Ragnheiði, neyðarskýlum fyrir heimilislausar konur og íbúðarkjörnum. Svala hefur skoðað fjölmörg skaðaminnkandi úrræði erlendis og haldið námskeið um skaðaminnkun og vímuefnatengd mál fyrir Háskóla og stofnanir.
Svala er með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð og faghandleiðslu og hefur lokið vottun í samþættri skaðaminnkandi sálmeðferð. Í dag starfar Svala á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem verkefnastjóri fatlaðs fólks með vímuefnavanda og er formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnku

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skaðaminnkun

Verð
26900