

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 12. maí kl. 8:30 - 12:00 og 13:00 - 17:30
Vigfús Bjarni Albertsson
Berglind Guðmundsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Námskeiðið byggir á fyrra námskeiði, Sálgæsla og áfallahjálp - samfylgd í kjölfar áfalla og verður leitast við að fara nánar í sértæka þætti þar sem áföll geta haft víðtæk áhrif. Á námskeiðinu fær fólk dýpri skilning og innsæi í þær aðstæður sem áföll geta skapað og meiri getu til að takast á við þær.
Nokkrir efnisþættir verða sérstaklega teknir fyrir. Fyrst má nefna áhrif áfalla á náin sambönd og fjölskyldutengsl, afleiðingar sjálfsvíga og annarra sviplegra atburða. Þá verður fjallað um áhrif áfalla á starfsmenn og vinnustaðaumhverfi, þá sérstaklega úrvinnslu alvarlegra atvika eða aðstæðna. Dæmi um slíkt gætu verið mistök í starfi sem hafa alvarlegar afleiðingar eða þegar markmið íhlutunar nær ekki árangri. Þá verður fjallað um samfélagsleg áhrif áfalla.
Hver efnisþáttur verður kynntur með stuttum inngangi þar sem farið verður yfir lykilhugtök og fræðilegt samhengi en þungamiðja námskeiðsins eru verklegar æfingar þar sem þátttakendur fá tækifæri til að æfa og dýpka skilning sinn á fræðilegum efnisþáttum.
Á námskeiðinu er blandað saman fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Mikil áhersla er lögð á hagnýta þjálfun og virk þátttaka nemenda er því nauðsynleg.
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa fyrra námskeiði, Sálgæslu og áfallahjálp – samfylgd í kjölfar áfalla, sem haldið hefur verið hjá Endurmenntun HÍ mörg undanfarin ár.
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson Mt.h. forstöðumaður sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar og dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði við Landspítala og prófessor í sálfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.