Staðnámskeið

Að sýna djörfung og dug - Daring Greatly™

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 18. og þri. 19. nóv. kl. 9:00 - 16:00 (2x)

12 klst.

Ragnhildur Vigfúsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 72.900 kr.
Snemmskráning til og með 8. nóvember. Almennt verð 80.200 kr.
Námskeið

Námskeiðið er úr smiðju Dr. Brené Brown og ætlað fólki sem sækist eftir að styrkja sig í lífi og starfi. Sjálfsþekking er mikilvæg í lífinu og grunnurinn að því að efla sjálfstraustið er að að þekkja sjálfan sig og hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum.

Það er sammannlegt að upplifa vanmátt og/eða skömm í ákveðnum aðstæðum en Brené talar um hugrekkið til að halda áfram þrátt fyrir mistökin, eigna sér þau, skoða hvernig hægt er að gera hlutina öðruvísi og taka næstu skref. Ef við gerum einungis það sem við erum örugg með að takist vel förum við á mis við svo margt í lífinu. Á námskeiðinu verður innlögn frá kennara, frá Dr. Brené Brown (myndbönd) og þátttakendur vinna verkefni sem nýtast þeim í lífi og starfi.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Samkennd
  • Berskjöldun
  • Hugrekki
  • Skömm og skammarseiglu

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking á því hvernig hugsanir, hegðun og tilfinningar geta verið hamlandi.
  • Lærir að greina hvernig nýtt val og nýjar venjur geta hjálpað til við að lifa betra lífi, sátt við okkur sjálf eins og við erum.
  • Lærir leiðir til að auka seiglu og viðbrögð við skömm og þróa daglegar venjur sem gjörbreyta því hvernig við vinnum með öðrum og stjórnum fólki.
  • Aukinn faglegur og persónulegur þroski.

Fyrir hverja

Alla sem vinna að félags- og velferðamálum, markþjálfa, náms- og starfsráðgjafa, kennara, félagsráðgjafa og aðra sem vilja vera öruggari í lífi og starfi og kynnast fræðum Dr. Brené Brown.

Aðrar upplýsingar

Kostur að horfa á TED erindi Dr. Brené Brown um skömm og berskjöldun.
Dr. Brené Brown er félagsráðgjafi og rannsóknarprófessor við Houston háskóla í Texas og er þekkt fyrir rannsóknir og kenningar um berskjöldun, hugrekki, verðugleika og skömm. Hún er margfaldur metsöluhöfundur. Nýjasta bók hennar The Atlas of the Heart fjallar um tilfinningalæsi en þetta námskeið byggir á I thought it was just me og Daring Greatly. Árið 2010 hélt hún TED fyrirlestur The Power of Vulnerability sem nýtur gríðarlegra vinsælda.  Hún hannaði námsefni byggt á fræðum sínum og þjálfaði fólk upp í að nota það.

Nánar um kennara

Ragnhildur Vigfúsdóttir er Certified Daring Way™ Facilitator. Vinnustofur hennar byggðar á efni Dr. Brown: The Daring Way™, The Rising Strong™ og Dare to Lead™ hafa mælst mjög vel fyrir. Hún hefur verið gestakennari við félagsráðgjafadeild HÍ og var síðastliðið haust með sambærilegt námskeið þar fyrir nemendur í diplómanámi í barnavernd.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að sýna djörfung og dug - Daring Greatly™

Verð
72900