Stað- og fjarnámskeið

Hegðun, líðan og öryggi - fyrirbyggjandi leiðir og viðbrögð tengd erfiðri hegðun nemenda

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 23. okt. kl 14:00 - 17:00 (fjarkennsla) og fim. 30. okt. kl. 14:00 - 17:00 (staðkennsla))

6 klst.

Hlynur Jónsson

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 44.900 kr.
Snemmskráning til og með 14. október. Almennt verð er 49.900 kr.
Námskeið

Erfið hegðun, ofbeldi nemenda og skortur á tilfinningastjórnun eru vaxandi vandamál innan skólakerfisins. Fyrirbyggjandi leiðir og styðjandi umhverfi hafa gríðarleg áhrif á hegðun og líðan barns, sem og hvernig unnið er með nemanda sem misst hefur stjórn á hegðun sinni. Ábyrgð starfsfólks skóla er mikil og mikilvægt að koma til móts við þarfir þessara nemenda og hjálpa þeim að þroskast við öruggar aðstæður.

Erfið hegðun og ofbeldi nemenda í skólakerfinu eru vaxandi vandamál og er úrræðaleysi skólasamfélagsins mikið þegar kemur að því að takast á við þau mál. Starfsfólk skóla upplifir sig stundum óöruggt og vonlítið í krefjandi aðstæðum með nemendum.

Erfiðleikar nemenda með erfiða hegðun og þeirra sem beita ofbeldi eru margþættir og þörf er á heildrænum stuðningi og lausnum. Námskeiðið Hegðun, líðan og öryggi er frábrugðið mörgum öðrum námskeiðum er snúa að þessum málum að því leyti að það er tvíþætt.

Fyrri hlutinn fjallar um þær aðgerðir og aðferðir sem hægt er að nota til að fyrirbyggja og draga úr tíðni erfiðrar hegðunar. Þessi hluti er í fjarkennslu. Seinni hlutinn er verklegur og fer fram í staðkennslu, þar er farið yfir þær aðferðir sem grípa má til þegar áætlanir bregðast svo hægt megi tryggja betur öryggi barna og starfsfólks.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni og innsæi í þeim fyrirbyggjandi leiðum og ráðum sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir að nemandi missi stjórn á hegðun sinni og líðan. Þar mun koma fram hvað skiptir máli þessu tengt og hvað þarf að hafa í huga, hvað getur legið að baki hegðun o.fl.

Þær fyrirbyggjandi leiðir sem fjallað er um eru til þess gerðar að minnka tíðni og alvarleika þessarar hegðunar sem og að samræma viðbrögð starfsmanna þegar upp er komið ástand sem þarfnast inngrips. Í öllu ferlinu er mikilvægt að gera plan, tryggja öryggi, vera með skýrt verklag og vinna markvisst eftir því. Í verklega þættinum er farið betur yfir þær leiðir sem hægt er að nota til að tryggja öryggi allra hlutaðeigandi, bæði barna og starfsfólks.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Fyrirbyggjandi leiðir og ráð tengd erfiðri hegðun nemanda.
  • Farið verður í hvað getur legið að baki hegðun og mikilvægi þess að kortleggja stöðuna og vinna markvisst með hana.
  • Hlutverk og skyldur starfsfólks, ábyrgð, hegðun og líðan.
  • Verklega þjálfun í varnarviðbrögðum sem vernda barnið og þig sem starfsmann, þar sem öryggi er í fyrirrúmi.

Ávinningur þinn

  • Aukið öryggi í erfiðum aðstæðum.
  • Leiðir til að draga markvisst úr líkum á erfiðri hegðun en jafnframt þekking á því hvernig eigi að bregðast við.
  • Aukinn skilningur á ferlum sem unnið er eftir þegar ofbeldi og erfið hegðun á sér stað.
  • Aukin færni til að takast á við erfiða hegðun nemenda.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu fagfólki sem starfar við leik- og grunnskóla, frístundaheimili og öllum þeim sem hafa áhuga á viðfangsefninu.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur mæta í þægilegum fötum og skófatnaði á seinni hluta námskeiðs þegar farið er í verklega þáttinn. Allir þátttakendur taka þátt í verklegum æfingum.

Nánar um kennara

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir er þroskaþjálfi að mennt og starfar sem ráðgjafarþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi á skrifstofu menntasviðs Reykjanesbæjar. Þá starfar hún einnig sem þroskaþjálfi á þjónustukjarna fyrir einstaklinga með geðraskanir. Katrín hefur unnið í grunnskóla sem leiðbeinandi við kennslu og einnig í leikskóla sem sérkennslustjóri. Hún var áður starfsmaður í félagsmiðstöð og sinnti einnig störfum með fjölskyldum barna með erfiða hegðun, sem verktaki á vegum Kópavogsbæjar. Katrín hefur einnig tekið að sér mörg ráðgjafarmál sem verktaki og er með víðtæka reynslu í málefnum barna og einstaklinga með sérþarfir, andlega sem og líkamlega. Hún er jafnframt skyndihjálparkennari og kennari í Öryggi og björgun.

Hlynur Jónsson, skólastjóri í grunnskóla í Reykjanesbæ, hefur lokið BS-prófi í sálfræði, námi til kennsluréttinda og MA-prófi í mennta- og menningarstjórnun. Hlynur hefur unnið sem verkefnastjóri hegðunarvers í grunnskóla, verktaki á vegum Kópavogsbæjar í störfum með fjölskyldum barna með erfiða hegðun, starfsmaður í þjónustukjarna fyrir einstaklinga með geðraskanir, körfuboltaþjálfari o.fl.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hegðun, líðan og öryggi - fyrirbyggjandi leiðir og viðbrögð tengd erfiðri hegðun nemenda

Verð
44900