Staðnámskeið

Skot í bakið - og hvað svo?

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 13. nóv. kl. 17:00 - 22:00

5 klst.

Jósep Örn Blöndal

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 3. nóvember. Almennt verð 29.900 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er fjallað um bakverki, greiningu þeirra og meðhöndlun í ljósi reynslu aldanna og vísindanna. Námskeiðið er fyrir almenning og fer fram með fyrirlestrum og umræðu, fyrirspurnum og svörum. Tekin eru fyrir grundvallaratriði í tengslum við bakverki, svo sem orsakir og einkenni bakverkja, greiningar og meðferð við bakverkjum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • John F. Kennedy - frægasti baksjúklingurinn. Hvernig ekki á að meðhöndla bakverki?
  • Hvað er það sem gerist í bakinu og hvers vegna?
  • Á maður að fara til læknis? Sjúkraþjálfara? Kírópraktors? Til ömmu?
  • Er gott að fara í myndatöku?
  • Hvaða meðferð er best? Hverjar eru horfurnar?
  • Eru til aðferðir til að fyrirbyggja endurtekna bakverki?

Ávinningur þinn

  • Að þátttakendur öðlist grunnþekkingu á eðli bakverkja, áhættuþáttum og greiningar- og meðferðarmöguleikum.
  • Að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að bregðast við, fái þeir bakverk.
  • Að þátttakendur öðlist þekkingu á því til hvaða fagfólks sé hyggilegast að leita, verði þess þörf.
  • Að þátttakendur öðlist þekkingu á hvernig maður getur dregið úr líkum á endurteknum bakverkjum.
  • Að fjalla um ráð og óráð. Góð ráð, vond ráð og afleit ráð tengd bakverkjum.
  • Að þátttakendur læri um hvað vísindin segja.

Nánar um kennara

Jósep Ó. Blöndal, MD, Dipl.MDT lauk sérnámi í almennum skurðlækningum í Svíþjóð. Hann lagði stund á nám og þjálfun í stoðkerfisfræði (e. orthopaedic medicine) í London á vegum Cyriax Foundation á St. Andrew’s, St.Thomas’ og Cromwell’s spítölum á árunum 1986 – 1991 og lauk prófi í verklegri og skriflegri stoðkerfisfræði haustið 1989 á St.Thomas’ Hospital. Í kjölfarið varð hann aðstoðarkennari í stoðkerfisfræði á námskeiðum á St.Thomas’ Hospital 1990 og 1991. Jósep stóð  fyrir árlegum námskeiðum í stoðkerfisfræði í Stykkishólmi 1992 – 2000 ásamt breskum kennurum frá Cyriax Foundation. Hann stofnaði svo, ásamt Luciu de Korte, sjúkraþjálfara, háls- og bakdeild Franciskuspítala 1992 og starfar sú deild enn.
Hefur haldið óteljandi fyrirlestra fyrir leikna sem lærða, bæði á Íslandi og erlendis.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skot í bakið - og hvað svo?

Verð
29900