

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 8. og 15. maí kl. 8:30 - 12:30 (2x)
Hafdís Ólafsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á þessu námskeiði er fjallað um gerð lagafrumvarpa, undirbúning þeirra, hvernig gæði eru tryggð og eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis.
Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í gerð lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla, eins og reglugerða, eins og við getur átt. Farið er yfir það hvernig löggjöf er undirbúin í ráðuneytum eða á þeirra vegum í samræmi við íslenska lagahefð og alþjóðlegar skuldbindingar. Einnig er fjallað um hvernig reynt er að tryggja gæði lagasetningar hjá stjórnvöldum, m.a. með áformum, samráði og mati á áhrifum, þar á meðal á ríkissjóð, sveitarfélög og jafnrétti. Fjallað er um hlutverk Alþingis og meðferð mála þar og eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis.
Fyrir alla sem koma að því að semja lagafrumvörp og reglugerðir hjá Stjórnarráðinu, stofnunum og í atvinnulífinu eða þurfa að senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda, til nefnda Alþingis og mæta á þingnefndafundi og sinna hagsmunagæslu. Lögfræðimenntun er ekki skilyrði.
Hafdís Ólafsdóttir er lögfræðingur frá HÍ og LL.M. í Evrópurétti. Hún starfar sem skrifstofustjóri á skrifstofu löggjafarmála í dómsmálaráðuneyti þar sem öll lagafrumvörp og þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru rýnd og lesin áður en þau eru lögð fram í ríkisstjórn og síðar á Alþingi.
Hafdís var aðjunkt við Lagadeild HÍ 2005-2020 og hafði umsjón og sinnti kennslu, m.a. á námskeiðum um lagagerð. Hún hefur áður starfað sem skrifstofustjóri og frumvarpshöfundur í fjármála– og efnahagsráðuneyti og forsætisráðuneyti og forstöðumaður nefndasviðs Alþingis.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.