Staðnámskeið

Lagasetning - undirbúningur, gæði og eftirlit

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 10. og 17. okt. kl. 8:30 - 12:30

8 klst.

Hafdís Helga Ólafsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 66.900 kr.
Snemmskráning til og með 30. september. Almennt verð 73.600 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er fjallað um gerð lagafrumvarpa, undirbúning þeirra, hvernig gæði eru tryggð og eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis.
 

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í gerð lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla, eins og reglugerða, eins og við getur átt. Farið er yfir það hvernig löggjöf er undirbúin í ráðuneytum eða á þeirra vegum í samræmi við íslenska lagahefð og alþjóðlegar skuldbindingar. Einnig er fjallað um hvernig reynt er að tryggja gæði lagasetningar hjá stjórnvöldum, m.a. með áformum, samráði og mati á áhrifum, þar á meðal á ríkissjóð, sveitarfélög og jafnrétti. Fjallað er um hlutverk Alþingis og meðferð mála þar og eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvað eru góð lög?
  • Frumkvæði að lagasetningu - þingmálaskrá ríkisstjórnar.
  • Ferlið við að semja lagafrumvörp, form og efni, yfirlestur og gæðarýni.
  • Hlutverk Alþingis og eftirlit umboðsmanns Alþingis - meinbugi á lögum.

Ávinningur þinn

  • Færni til að semja lagafrumvörp og reglugerðir samkvæmt íslenskri lagahefð.
  • Aukin yfirsýn yfir lög, reglur, samþykkt ríkisstjórnar um undirbúning og frágang lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna, samráðsgátt stjórnvalda, hvernig mat á áhrifum fer fram o.fl.
  • Aukin yfirsýn yfir ferli, leiðbeiningar og sniðmát – frá hugmynd eða ákvörðun í stjórnarsáttmála þar til lög eru samþykkt á Alþingi og birt.
  • Praktísk nálgun sem nýtist í starfi við gerð lagafrumvarpa með það að markmiði að auka gæði lagasetningar – eftirlit umboðsmanns Alþingis.

Fyrir hverja

Fyrir alla sem koma að því að semja lagafrumvörp og reglugerðir hjá Stjórnarráðinu, stofnunum og í atvinnulífinu eða þurfa að senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda, til nefnda Alþingis og mæta á þingnefndafundi og sinna hagsmunagæslu. Lögfræðimenntun er ekki skilyrði.

Nánar um kennara

Hafdís Ólafsdóttir er lögfræðingur frá HÍ og LL.M. í Evrópurétti. Hún starfar sem skrifstofustjóri á skrifstofu löggjafarmála í dómsmálaráðuneyti þar sem öll lagafrumvörp og þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru rýnd og lesin áður en þau eru lögð fram í ríkisstjórn og síðar á Alþingi.

Hafdís var aðjunkt við Lagadeild HÍ 2005-2020 og hafði umsjón og sinnti kennslu, m.a. á námskeiðum um lagagerð. Hún hefur áður starfað sem skrifstofustjóri og frumvarpshöfundur í fjármála– og efnahagsráðuneyti og forsætisráðuneyti og forstöðumaður nefndasviðs Alþingis.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Lagasetning - undirbúningur, gæði og eftirlit

Verð
66900