Staðnámskeið

Verkfærakista jákvæðrar sálfræði

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 11. nóv. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Signý Gyða Pétursdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 20.900 kr.
Snemmskráning til og með 1. nóvember. Almennt verð 20.900 kr.
Námskeið

Verkfærakista jákvæðrar sálfræði er full af svokölluðum jákvæðum inngripum. Jákvæð inngrip eru jákvæðar aðferðir sem stuðla að betri vellíðan og velfarnaði. Þetta eru meðferðaraðferðir eða meðvitaðar athafnir sem miða að því að rækta jákvæðar tilfinningar, hegðun eða hugsanir. Þær hjálpa til við að auka jákvæða eiginleika eins og bjartsýni, þakklæti, góðvild, núvitund, félagslega hæfni og fleira. Þannig eru jákvæð inngrip notuð til að auka vellíðan og styðja við persónulegan þroska. Á námskeiðinu fá þátttakendur og gera æfingar með gagnreyndum aðferðum jákvæðrar sálfræði, sem eru bjargráð sem nýtast í persónulegu lífi og starfi. Námskeiðið hjálpar þátttakendum að huga að sinni eigin velferð og vellíðan og hafa áhrif á eigin hamingju.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Jákvæða sálfræði sem er vísindaleg nálgun á jákvæðum mannlegum eiginleikum.
  • Mismunandi jákvæð inngrip/aðferðir og áhrif þeirra.
  • Virka hlustun.
  • Verkefnavinnu, hvernig einstaklingur getur unnið með verkfæri jákvæðrar sálfræði.

Ávinningur þinn

  • Að fræðast um jákvæða sálfræði.
  • Að fræðast um jákvæð inngrip/aðferðir og nýta þau í daglegu lífi.
  • Að fá bjargráð í hendur til aukinnar vellíðunnar og hamingju.
  • Að staldra við og beyta virkri hlustun.
  • Að hafa áhrif á sína eigin velferð, vellíðan og hamingju.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á hinum mannlegum þáttum tilverunnar. Öllum sem hafa vilja og hafa áhuga á að auka hamingju og vellíðan í eigin lífi og starfi.

Nánar um kennara

Signý Gyða Pétursdóttir, diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. B.Ed-próf í leikskólafræðum og BA-próf í guðfræði. Sérhæfingu í ráðgjöf frá Life Christian University, Tampa, Bandaríkjunum. Auk þess tvær gráður, stig I og II í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model) sem haldin voru af The Trauma Resource Institute. Markþjálfi frá Profectus. 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Verkfærakista jákvæðrar sálfræði

Verð
20900