Staðnámskeið

Skapandi stjórnun - frá hugmynd til framkvæmdar

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fös. 15., mán. 18. og fös. 22. nóv. kl. 8:30 - 12:30

12 klst.

Steinunn Ragnarsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 79.900 kr.
Snemmskráning til og með 5. nóvember. Almennt verð 87.900 kr.
Námskeið

Viltu auka leiðtogahæfni þína með skapandi aðferðum stjórnunar og jákvæðrar sálfræði?
 

Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast ýmsum aðferðum skapandi stjórnunar með það að markmiði að efla eigin velferð og ná betri árangri í starfi. Þessar aðferðir nýtast m.a. í hugmyndavinnu og teymisstjórnun. Þátttakendur munu vinna með raunverulegar dæmisögur til þess að greina og bregðast við ýmsum áskorunum með skapandi lausnum.
 

Kynntar verða ýmsar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði s.s. styrkleikagreiningar ásamt gagnreyndum æfingum sem nýtast vel í skapandi stjórnun m.a. til þess að byggja upp jákvæðan teymisanda og samvinnu ásamt leiðum til þess að virkja eigin áhugahvöt. Kynntar verða ýmsar skapandi aðferðir frumkvöðlaferlisins frá hugmynd til framkvæmdar ásamt hagnýtum aðferðum stefnumótunar.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Aðferðir til þess að efla eigin velferð í lífi og starfi.
  • Ferlið frá hugmynd til framkvæmdar.
  • Hagnýtar leiðir til stefnumótunar.
  • Skapandi hugsun og mikilvægi þess að hugsa út fyrir rammann.

Ávinningur þinn

  • Aukin sjálfsþekking og meðvitund um eigin styrkleika.
  • Skapandi leiðir til þess að efla leiðtogahæfni.
  • Fræðsla um helstu þætti skapandi stjórnunnar.
  • Innsýn í öflugar leiðir til árangurs.
  • Aukin hæfni og þekking í skapandi störfum.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á skapandi stjórnun og vilja efla leiðtogahæfni sína. Það nýtist þeim sem vilja auka þekkingu sína á skapandi stjórnun hvort sem um er að ræða listræna stjórnun, viðburða- eða verkefnastjórnun, sem krefjast frumlegrar hugsunar og hæfni til þess að gera hugmynd að veruleika. Námskeiðið hentar þeim sem hafa reynslu af stjórnunar- og leiðtogastörfum og þeim sem vilja fá innsýn í skapandi stjórnunarstörf, efla leiðtogahæfni sína og líðan í starfi.

Nánar um kennara

Steinunn Ragnarsdóttir hefur að baki mikla reynslu sem stjórnandi og hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins um árabil. Hún starfaði m.a. sem tónlistarstjóri Hörpu frá opnun hússins þangað til hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar, auk þess sem hún stofnaði Upptaktinn og Reykholtshátíðina sem hún stjórnaði  fyrstu 15 árin. Árið 2018 lauk hún námi í skapandi stjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Maryland og  lauk diploma námi frá Harvard háskólanum fyrir stjórnendur listastofnanna árið eftir. Steinunn hefur nýlokið diploma gráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og hefur setið í stjórn alþjóðlega sviðslistasambandsins um árabil. Hún starfar sem ráðgjafi og kemur reglulega fram á alþjóðlegum ráðstefnum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skapandi stjórnun - frá hugmynd til framkvæmdar

Verð
79900