Staðnámskeið

Átröskun - fyrir foreldra og aðstandendur

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 11. - 25. nóv. kl. 17:00 - 19:00 (3x)

2 klst.

Margrét Gísladóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 39.900 kr.
Snemmskráning til og með 11. nóvember. Almennt verð 43.900 kr.
Námskeið

Börn og ungmenni með átröskun krefjast umframstuðnings og áskoranir sem foreldrar standa frammi fyrir eru því ólíkar öðrum vanda. Á námskeiðinu verður farið í stuðningsaðferðir sem hafa reynst foreldrum og aðstandendum hjálplegar þannig að þeir geti veitt stuðning við bataferlið. Jafnframt hefur reynst gagnlegt fyrir foreldra að vera í hópi með öðrum foreldrum sem glíma við sama vanda en námskeiðið er þannig um leið stuðningur við foreldra.
 

Markmiðið með námskeiðinu er að fræða og styrkja foreldra/aðstandendur í að vera hjálplegur stuðningur í bataferli einstaklings með átröskun. Námskeiðið gagnast foreldrum og öðrum aðstandendum unglinga/ungs fólks á aldrinum ca. 11-24 ára, hvar sem það er statt í bataferlinu. 

Á námskeiðinu er veitt fræðsla um átraskanir og foreldrum/aðstandendum kenndar hjálplegar aðferðir í stuðningshlutverkinu, eins og hvatning og að setja mörk á jákvæðan hátt. Verkefni eru unnin í tímum og á milli tíma og boðið er upp á umræður. Unnið er með erfiðleika í samskiptum, hindranir í bataferlinu, tengsl, samstöðu foreldra og raunhæfar væntingar til einstaklings með átröskun. Jafnframt er unnið með tilfinningaviðbrögð foreldra/aðstandenda og þau þjálfuð í uppbyggilegum viðbrögðum. Styrktar eru leiðir í að efla vilja dóttur/sonar til að takast á við átröskun. Foreldrar/aðstandendur fá tvo bæklinga og fræðsluefni sem sent verður rafrænt.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Fræðsla um sjúkdóminn, batann og pytti í bataferlinu.
  • Verkefni í tímum og á milli tíma: Reynsla, batavilji, virk hlustun, breytingar á heimili, hvatningarsamtal, stuðningur. 
  • Samtal í hóptímum.
  • Annað fræðsluefni: samskipti, áskoranir og tilfinningastjórnun.

Ávinningur þinn

  • Að öðlast færni í að styðja við dóttur/son á uppbyggilegan hátt.
  • Að setja mörk á jákvæðan hátt.
  • Að takast á við eigin tilfinningaviðbrögð.
  • Að ráða við pytti í bataferlinu.
  • Að hlúa að sjálfum sér.

Nánar um kennara

Dr. Margrét Gísladóttir er sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fjölskyldmeðferð og foreldrahópa.   Margrét vinnur í Domus mentis geðheilsustöð en hefur áður unnið til fjölda ára á geðsviði Landspítala, meðal annars á geðgöngudeild barna  og  unglinga (BUGL), göngu- og legudeild geðdeilda við Hringbraut og einnig á átröskunardeild í London. Margrét var einn af stofnendum átröskunarteymis Landspítala í byrjun aldarinnar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Átröskun - fyrir foreldra og aðstandendur

Verð
39900