Staðnámskeið

Draumar - spegill sálarinnar

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 6. nóv. kl. 19:30 - 22:00

2.5 klst.

Arna Ýrr Sigurðardóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 17.900 kr.
Snemmskráning til og með 27. október. Almennt verð 19.700 kr.
Námskeið

Langar þig að vita hvað draumarnir þínir þýða? Langar þig að muna betur draumana þína? Langar þig að læra betur á tilfinningar þínar? Á námskeiðinu færðu tækifæri til að kynnast betur hugmyndum um eðli og gildi drauma í tilfinningalífinu og hvernig hægt er að túlka drauma og nýta sér þá til andlegrar uppbyggingar.
 

Draumar eru sammannleg fyrirbæri og hafa heillað manneskjur á öllum tímum. Reynslan hefur sýnt að draumatúlkun getur hjálpað fólki við að takast á við ýmis viðfangsefni í sínu lífi, hvort heldur sem þau eru tengd tilfinningum, alls kyns aðstæðum eða jafnvel flóknum úrlausnarefnum og vandamálum. Margir álíta að ef fólk gefur draumum sínum gaum, þá geti það eflt sköpunargáfu sína, aukið innsæi sitt og komið út sem sterkari og heilli manneskjur. Þar að auki eru draumar og draumaráðningar vinsælt umræðuefni á meðal fólks og námskeiðið bætir í sarpinn ýmsum fróðleik sem skemmtilegt er að hafa á takteinum.
 

Á námskeiðinu verður áhersla lögð á kenningar C.G. Jungs um djúpsálarfræði og drauma, auk þess sem fjallað verður almennt um svefn og drauma. Einnig byggir fyrirlesari á sinni eigin reynslu af því að nota draumavinnu í sálgæslu. Þar að auki gefst færi á ákveðinni draumavinnu, þ.e. að fólk leggi fram drauma og fái túlkun á þeim skv. kenningum djúpsálarfræðinnar.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Ýmsar hugmyndir og kenningar um svefn og drauma. 
  • Draumatákn og ólíka merkingu þeirra.
  • Aðferðir við að skrá og muna drauma.

Ávinningur þinn

  • Þú færð þjálfun í að túlka og vinna með þína eigin drauma.
  • Þú lærir aðferðir við að skrá og muna drauma.
  • Þú færð tækifæri til að leggja fram draum og túlka hann.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að kynna sér ólíkar hugmyndir um drauma, og nýta þá sér til ánægju og uppbyggingar.

Nánar um kennara

Fyrirlesari er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Sr. Arna hefur áralanga reynslu í að nota draumavinnu í sálgæslu og hefur sótt sér fræðslu og þjálfun í þeim efnum hjá reyndum aðilum. Þar að auki hefur hún aflað sér aukinnar menntunar og þjálfunar í sálgæslu og viðtalstækni.

Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um drauma og draumatúlkanir og staðið fyrir námskeiðum og hópavinnu um efnið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Draumar - spegill sálarinnar

Verð
17900