Fjarnámskeið

Listin að vera leiðinlegt foreldri


Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 31. okt. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Ársæll Már Arnarsson

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 20.900 kr.
Snemmskráning til og með 21. október. Almennt verð 23.000
Námskeið

Flestir foreldrar kannast við þá klemmu að þurfa að vera „leiðinlega foreldrið“, sem bannar það sem „allir“ aðrir leyfa, sem setur mörk og gerir kröfur. Þetta er líklega ekki það hlutverk sem flest okkar sáu sig í þegar við ákváðum að eignast börn. Um leið og börn hafa öðlast frumskilning á tungumálinu, virðast óþægilega margar setningar foreldranna byrji á „Nei“ eða „Ekki“. En þessi orð kunna kannski að vera þau mikilvægustu sem foreldrar segja við börn sín. Í fjörlegum fyrirlestri verður farið yfir það hvernig maður setur mörk og hvers vegna.

 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Mörk og aga byggðan á kærleika.
  • Hvernig börn þroskast og leita stöðugt að vísbendingum úr umhverfinu um hvað má og hvað má ekki – um hvað er gott og hvað er slæmt.
  • Hvað gerist innra með hinum fullorðna einstaklingi þar sem hann reynir að rækja uppeldishlutverkið.

Ávinningur þinn

  • Að hjálpa börnum að öðlast margvíslega hæfni, s.s. sjálfsaga, ábyrgð, félagshæfni og þolinmæði.
  • Að kenna börnum um orsök og afleiðingu.
  • Að skilja muninn á aga og refsingu.
  • Að læra að vera föst fyrir en kærleiksrík.
  • Að geta haft stjórn á tilfinningum sínum í erfiðum aðstæðum með börnum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað foreldrum og aðstandendum barna og unglinga sem vilja auka þekkingu sína á viðfangsefninu.

Nánar um kennara

Ársæll Arnarsson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknum á heilsu og vellíðan barna og unglinga um árabil. Hann var áður prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess starfaði hann í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í áratug, á BUGL og sá um félagsstarf fyrir fatlaða unglinga í Hinu Húsinu. Hann hefur skrifað fjölda vísindagreina og haldið fyrirlestra hér á landi og erlendis um þetta málefni.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Listin að vera leiðinlegt foreldri

Verð
20900