Staðnámskeið

Hlutverk og ábyrgð byggingarstjóra

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 19. nóv. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Jörgen Már Ágústsson

Bjarki Þór Sveinsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 38.900 kr.
Snemmskráning til og með 9. nóvember. Almennt verð 42.800 kr.
Námskeið

Markmið námskeiðsins er að kynna og fjalla um hlutverk og ábyrgð byggingarstjóra við mannvirkjaframkvæmdir.
 

Farið verður yfir þau ákvæði mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar sem varða byggingarstjóra og fjallað um hvernig dómstólar hafa leyst úr ágreiningsefnum þar sem byggingarstjóri hefur komið við sögu.
 

Námskeiðinu er ætlað að dýpka skilning og auka þekkingu þeirra sem starfa við mannvirkjaframkvæmdir og þá einkum þeirra sem hafa starfað sem eða vilja starfa sem byggingarstjórar.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hlutverk byggingarstjóra.
  • Ábyrgð byggingarstjóra.
  • Helstu álitamál sem kunna koma upp í tengslum við störf byggingarstjóra.

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking á hlutverki og ábyrgð byggingarstjóra.
  • Aukin hæfni til að koma auga á helstu ábyrgðar- og áhættuþætti sem fylgja starfi byggingarstjóra.

Fyrir hverja

Námskeiðið nýtist öllum sem koma að mannvirkjaframkvæmdum, verkfræðingum, tæknifræðingum, iðnmeisturum og fulltrúum verkkaupa og verktaka.

Nánar um kennara

Bjarki Þór Sveinsson er hæstaréttarlögmaður sem starfar hjá ÞG verktökum ehf. ásamt því að vera ráðgjafi hjá MAGNA lögmönnum. Bjarki starfar fyrst og fremst sem lögfræðilegur ráðgjafi við verkframkvæmdir, uppgjör þeirra og samningsgerð. Bjarki átti einnig verktakafyrirtæki um árabil og hefur þannig raunhæfa þekkingu á því umhverfi sem verktakar starfa við.
 

Jörgen Már Ágústsson, lögmaður hjá MAGNA lögmenn. Jörgen hefur sérhæft sig í úrlausn ágreiningsmála á sviði verktaka- og útboðsréttar og sinnt hagsmunagæslu fyrir ráðgjafa, verktaka og verkkaupa á því sviði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hlutverk og ábyrgð byggingarstjóra

Verð
38900