Staðnámskeið

Gigt - hvað er til ráða?

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 13. maí kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Gerður María Gröndal

Katrín Þórarinsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 23.000 kr.
Námskeið

Til eru yfir 200 mismunandi gigtarsjúkdómar en stór hluti þeirra er talinn vera tilkominn vegna sjálfsofnæmis. Aukin þekking á gigtarsjúkdómum hefur leitt til greiningar fyrr í sjúkdómsferlinu og betri meðferðar.

Á námskeiðinu verður fjallað um algenga gigtarsjúkdóma með áherslu á  iktsýki, rauða úlfa, sóragigt, hrygggikt, fjölvöðvagigt og þvagsýrugigt. Þetta eru langvinnir sjúkdómar sem hafa áhrif á daglegt líf fólks, vinnugetu og andlega líðan. Tengsl eru á milli bólgusjúkdóma og aukinnar áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og beinþynningu. Farið verður ofan í ýmis einkenni gigtarsjúkdóma og hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir skaða á liðum og líffærum. Einnig verður fjallað um helstu lyf sem notuð eru við þessum sjúkdómum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Orsakir gigtarsjúkdóma.
  • Mismunandi einkenni gigtarsjúkdóma.
  • Hvað einstaklingur með gigtarsjúkdóm getur sjálfur gert til að bæta heilsu sína.
  • Farið verður yfir hvaða meðferðir eru í boði fyrir gigtarsjúkdóma.

Ávinningur þinn

  • Skilningur á orsökum gigtarsjúkdóma.
  • Þekking á einkennum gigtarsjúkdóma.
  • Innsýn inn í meðferðarmöguleika í gigtarsjúkdómum.
  • Þekking á lífsstílsbreytingum sem mælt er með fyrir gigtarsjúklinga.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir almenning.

Nánar um kennara

Dr. Katrín Þórarinsdóttir, PhD sérfræðingur í gigtlækningum. Hún er yfirlæknir gigtlækninga á Landspítala og kennari við Læknadeild Háskóla Íslands. Gerður Gröndal dósent og sérfræðingur í lyf- og gigtlækningum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gigt - hvað er til ráða?

Verð
23000