Staðnámskeið

Gigt - hvað er til ráða?

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 21. nóv. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Katrín Þórarinsdóttir

Gerður María Gröndal

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 20.900 kr.
Snemmskráning til og með 11. nóvember. Almennt verð 23.000 kr.
Námskeið

Til eru yfir 200 mismunandi gigtarsjúkdómar en stór hluti þeirra er talinn vera tilkominn vegna sjálfsofnæmis. Aukin þekking á gigtarsjúkdómum hefur leitt til greiningar fyrr í sjúkdómsferlinu og betri meðferðar.

Á námskeiðinu verður fjallað um algenga gigtarsjúkdóma með áherslu á  iktsýki, rauða úlfa, sóragigt, hrygggikt, fjölvöðvagigt og þvagsýrugigt. Þetta eru langvinnir sjúkdómar sem hafa áhrif á daglegt líf fólks, vinnugetu og andlega líðan. Tengsl eru á milli bólgusjúkdóma og aukinnar áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og beinþynningu. Farið verður ofan í ýmis einkenni gigtarsjúkdóma og hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir skaða á liðum og líffærum. Einnig verður fjallað um helstu lyf sem notuð eru við þessum sjúkdómum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Orsakir gigtarsjúkdóma.
  • Mismunandi einkenni gigtarsjúkdóma.
  • Hvað einstaklingur með gigtarsjúkdóm getur sjálfur gert til að bæta heilsu sína.
  • Farið verður yfir hvaða meðferðir eru í boði fyrir gigtarsjúkdóma.

Ávinningur þinn

  • Skilningur á orsökum gigtarsjúkdóma.
  • Þekking á einkennum gigtarsjúkdóma.
  • Innsýn inn í meðferðarmöguleika í gigtarsjúkdómum.
  • Þekking á lífsstílsbreytingum sem mælt er með fyrir gigtarsjúklinga.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir almenning.

Nánar um kennara

Dr. Katrín Þórarinsdóttir, PhD sérfræðingur í gigtlækningum. Hún er yfirlæknir gigtlækninga á Landspítala og kennari við Læknadeild Háskóla Íslands. Gerður Gröndal dósent og sérfræðingur í lyf- og gigtlækningum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gigt - hvað er til ráða?

Verð
20900