Fjarnámskeið

Nærvera - að hlúa að sjálfum sér og öðrum

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið 21. okt. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Erna Haraldsdóttir

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 31.500 kr.
Snemmskráning til og með 12. október. Almennt verð 34.700 kr.
Námskeið

Nærvera er sterkt hugtak í umönnun, en hvað merkir hún og hvernig birtist hún í starfi? Hvaða áhrif hefur hún og hvernig beitum við nærveru?

Á námskeiðinu er fjallað um nærveru, bæði á heimspekilegan og praktískan hátt. Farið verður yfir helstu hugmyndafræðilegu kenningar um nærveruna, meðal annarra kenningu Carl Rogers "humanistic theory", kenningu Brendan McCormack um nærveru sem kjarnahugtak í persónumiðaðri heilbrigðisþjónustu, kenningu Carl Jung um "wounded healer" og kenningu Michael Kearney um "soul pain". Einnig er fjallað um helstu rannsóknir sem byggja á þessum kenningum og niðurstöður þeirra. Markmiðið er að þátttakendur öðlist almenna þekkingu á hugtakinu nærvera og hvernig það tengist störfum í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þátttakendur munu auka skilning sinn á því hvernig nærvera speglast í þeirra eigin starfi, til dæmis hvaða þekkingu og reynslu þarf til að veita nærveru og hvernig menning innan heilbrigðisþjónustunnar hefur áhrif á nærveru sem inngrip í umönnun, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Námskeiðið gefur þátttakendum tækifæri til að tengja kenningar við eigin störf og þeir munu nýta eigin reynslu og dæmi úr starfi til að öðlast dýpri skilning og vitund um mikilvægi nærveru sem inngrip og meðferðarforms.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Fræðilegar kenningar um nærveru.
  • Rannsóknir á nærveru í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
  • Eiginleika og birtingarform nærveru í starfi.
  • Áhrif nærveru á heilsu og vellíðan. 

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking á nærveru sem fræðilegu hugtaki.
  • Aukin þekking á þeirri hæfni og þekkingu sem þarf til að veita nærveru.
  • Aukin þekking á eigin hæfni til að veita nærveru.

Fyrir hverja

Starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Nánar um kennara

Erna Haraldsdóttir lauk doktorsnámi í hjúkrunarfræði við Háskólann í Edinborg árið 2007 þar sem hún rannsakaði hugtakið nærvera í tengslum við líknarmeðferð. Erna starfar nú við Queen Margaret Háskólann i Edinborg sem prófessor í hjúkrun og stýrir rannsóknarsetri í persónumiðaðri umönnun (Centre for Person-centred Practice Research). Hún hefur birt fjölda rannsóknargreina í tengslum við nærveru og einstaklingsmiðaða umönnun.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Nærvera - að hlúa að sjálfum sér og öðrum

Verð
31500