Staðnámskeið

Sjálfsskaða- og sjálfsvígshegðun unglinga - fyrir foreldra og aðstandendur

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 30. okt. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Kristín Inga Grímsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 20.900 kr.
Snemmskráning til og með 20. október. Almennt verð 23.000 kr.
Námskeið

Sjálfskaða- og sjálfsvígshegðun unglinga er ört vaxandi vandi. Hegðunin veldur spennu og álagi í fjölskyldum, unglingasamfélögum og hjá þeim sem starfa með unglingum. Ástæðan er m.a. sú að erfitt getur verið að greina á milli sjálfskaðahegðunar og sjálfsvígshegðunar.
 

Sjálfskaða- og sjálfvígshugsanir og hegðun er algengari hjá unglingum en fullorðnum m.a. vegna aldurs-, þroska-, og aðstæðutengdra áhrifaþátta. Þar sem sjálfskaða- og sjálfsvígshegðun er nokkuð algeng meðal unglinga er gott fyrir foreldra að hafa þekkingu á einkennum, ástæðum og hvernig best er að bregðast við miðað við þá þekkingu sem er til í dag.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skilgreiningar á sjálfskaða- og sjálfsvígshegðun, algengi og tilgangi.
  • Áhættuþætti og verndandi þætti fyrir sjálfskaðahegðun.
  • Hvaða áhrif getur sjálfskaða- og sjálfsvígshegðun  haft á foreldra og fjölskyldur.
  • Gagnleg og ógagnleg viðbrögð foreldra, fagfólks og þeirra sem starfa með börnum.
  • Hvaða meðferðir lofa góðu varðandi árangur.

Ávinningur þinn

  • Þekking á hugtökum, einkennum, áhrifum, áhættuþáttum og tilgangi sjálfskaða- og sjálfsvígshegðunar.
  • Að vita hvernig hægt er að bregðast við í aðstæðum þegar sjálfskaða- og sjálfsvígshegðun er til staðar.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað foreldrum og aðstandendum barna og unglinga sem vilja auka þekkingu sína á viðfangsefninu.

Nánar um kennara

Kristín Inga Grímsdóttir, sérfræðingur í barna- og unglingageðhjúkrun. Starfar á göngudeild BUGL og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur verið með svipað námskeið sem ætlað er fagfólki í Endurmenntun HÍ yfir nokkurra ára skeið. Ásamt því hefur hún kennt efnið í hjúkrunarfræðideild HÍ og HA, þá hefur hún haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um efnið bæði á ráðstefnum og fyrir fagfólk sem vinnur með börn og unglinga.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sjálfsskaða- og sjálfsvígshegðun unglinga - fyrir foreldra og aðstandendur

Verð
20900