Staðnámskeið

Að gefa út bók - frá hugmynd til lesenda

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 22. okt. kl. 17:00 - 20:00

3 klst.

Dagný Maggýjardóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 25.900 kr.
Snemmskráning til og með 12. október. Almennt verð 28.500 kr.
Námskeið

Dreymir þig um að gefa út bók en veist ekki hvernig þú ferð að? Bókaútgáfa blómstrar sem aldrei fyrr og þeim sem gefa út eigin verk fjölgar stöðugt enda tæknin orðin þannig að hver og einn getur stjórnað eigin útgáfu.
 

Að mörgu er að huga í útgáfu bóka. Farið verður yfir helstu þætti sem hafa þarf í huga í útgáfuferlinu, allt frá hönnun og umbroti og þar til bókin er komin í sölu og dreifingu. Verkþættir í bókaútgáfu eru fjölbreytilegir og krefjast ólíkrar þekkingar. Það skiptir miklu máli að leita til fagaðila og tryggja þannig gæði bókarinnar, því annars er stundum betur heima setið en af stað farið.
 

Til eru ýmsar leiðir til við fjármögnun útgáfu bókar og oft yfirsést höfundum þær. Þar má nefna ýmsa styrki s.s. hópfjármögnun, forsölu og fleira en einnig endurgreiðslu ríkisins og höfundaréttargreiðslur.
 

Þá skiptir miklu máli fyrir sjálfstæða höfunda að finna hagkvæmar lausnir á markaðnum og þeim fjölgar stöðugt með aukinni tækni og betra aðgengi að sérfærðingum og þjónustu hvar sem er í heiminum og ekki má gleyma gervigreindinni.
 

Svo er það sem skiptir öllu máli, hver ættu að kaupa bókina, hvers vegna ættu þau að kaupa hana og hvernig er hægt að finna hana?

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skráningu og reglur við útgáfu bóka.
  • Fjármögnun og styrki.
  • Ritstjórn og prófarkalestur.
  • Hönnun og uppsetningu.
  • Tilboðsgerð og prentun.
  • Dreifingu og sölu.
  • Markaðssetningu.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á öllum þáttum útgáfu, sem getur komið í veg fyrir dýr mistök.
  • Góður grunnur til þess að gefa út þína eigin bók.
  • Þekking á hinum ýmsu formum útgáfu s.s. hljóð- og rafbækur.
  • Betri skilningur á fjármögnun útgáfu og innlit í styrkjakerfið.

Fyrir hverja

Fyrir þau sem vilja koma sögu sinni á framfæri, á einfaldan og hagkvæman hátt og stjórna ferlinu alla leið. Þetta geta verið hugmyndir, verkefni í vinnslu eða fullbúið handrit.

Nánar um kennara

Dagný Maggýjar er íslenskufræðingur með MA í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ. Dagný hefur gefið út eigin bækur. Þá hefur hún starfað sem kynningarstjóri og við fjölmiðla um árabil auk þess sem hún hefur ritstýrt tímaritum, bókum og aðstoðað sjálfstæða höfunda í útgáfu.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Að gefa út bók - frá hugmynd til lesenda

Verð
25900