Staðnámskeið

Spænska II

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. og mið. 24. feb. - 12. mars kl. 17:00 - 19:00 (6x)

12 klst.

Svanhildur Guðmundsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 44.900 kr.
Snemmskráning til og með 14. febrúar. Almennt verð 49.400 kr.
Námskeið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í rituðu sem mæltu máli og byggi upp hagnýtan orðaforða og málfræðiþekkingu sem nýtist þeim í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Helstu málfræðiatriði spænskunnar.
  • Farið yfir hagnýtan orðaforða.
  • Menningu spænskumælandi landa.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur í spænsku og geta til að tjá sig.
  • Frekari orðaforði sem tengist daglegu lífi og nýtist í ferðum um hinn spænskumælandi heim.
  • Aukin geta til að eiga samskipti við spænskumælandi fólk.

Fyrir hverja

Hentar þeim sem lokið hafa Spænsku I og þeim sem hafa grunnkunnáttu í spænsku.

Nánar um kennara

Svanhildur Guðmundsdóttir er með BA-gráðu í spænsku og diplóma í kennslufræði erlendra tungumála frá Háskóla Íslands. Svanhildur hefur kennt spænsku um áratug, meðal annars í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Spænska II

Verð
44900