Staðnámskeið

Hinir duldu textar Biblíunnar

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 21. og 28. nóv. kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Grégory Cattaneo

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 22.900 kr.
Snemmskráning til og með 11. nóvember. Almennt verð 25.200 kr.
Námskeið

Í áranna rás hafa fornleifafundir leitt í ljós dulda texta Biblíunnar, svo sem Apokrýfa ritið, handritin úr Dauðahafinu og Nag Hammadi. Þessi rit varpa ljósi á Biblíuna í heild sinni, þar á meðal skilaboð hennar, persónur úr Biblíunni eins og Jesús og hjálpa okkur að skilja í hvaða samhengi kristni hófst. En af hverju voru þessir textar ekki notaðir í Nýja Testamentinu og hvaða tengsl hafa þeir við Biblíuna?

Á námskeiðinu er leitað svara við þessum spurningum. Fjallað er um þessi duldu handrit og innihald þeirra en orðið "apókrýfur" merkir "það sem dulið er" á forngrísku. Þessi handrit eru utanbiblíurit, nálægt viðurkenndum skrifum Biblíunnar, en teljast ekki í tölu þeirra. Í þeim er fjallað um tengsl Jesú og Maríu Magdalenu og margt annað sam spennandi er að ræða á námskeiðinu. Dauðahafshandritin, sem eru um 2.000 ára gömul, voru mikilvægur fornleifafundur en handritin veita innsýn í þá tíma þegar kristni var að verða til. Í þeim skýrist mismunandi skilningur milli trúarhópa á boðskap og arfleifð gyðinga.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Apókrýfar bækur, tengsl þeirra við Biblíuna og hvers vegna og hvernig þessir textar voru útilokaðir úr viðurkenndum texta (kanónu): Maríuguðspjall, bernskuguðspjall Jakobs.
  • Fimm sagnfræðilegar forsendur: aðferð sem notuð er til að athuga hvort texti (logion eða perikope) úr Biblíunni sé raunverulegur.
  • Tvo merkustu handritafundi 20. aldar; Nag Hammadi í Suður-Egyptalandi árið 1945 og Dauðahafshandritin í hellunum við Qumran í Ísrael frá 1946-1956.
  • Gnóstíkaguðspjall frá Nag Hammadi (eins og Tómasarguðspjall), Júdasarguðspjall frá Egyptalandi og Qumransrit úr Dauðahafshandritunum. Hvert er mikilvægi þessara texta til að skilja samhengi skilaboða Jesú Krists og hlutverk hans í stjórnmálum og félagslífi á 1. öld.?

Ávinningur þinn

  • Þú lærir um tvo merka handritafundi - raunverulegt Indiana Jones ævintýri.
  • Þú kynnist handritum sem ekki hefur verið mikið fjallað um á íslensku (handritin eru á forngrísku, latnesku, hebresku og arameísku).
  • Þú færð skýrt yfirlit um sögu þessara uppgötvana og skilning á því af hverju þessi textar hafa verið fjarlægðir úr Biblíunni.
  • Þú lærir að beita fimm sagnfræðilegum forsendum til að meta hvort texti (logion eða perikope) úr Biblíunni sé sannur út frá sögulegu sjónarhorni.

Fyrir hverja

Alla sem hafa áhuga á spennandi og dularfullum hlutum mannkyns- og trúarbragðasögunnar. Þau sem eru áhugasöm um sögu, fornleifafræði og handritafræði. Þau sem hafa áhuga á lífi Jesú og upphafi kristninnar.

Nánar um kennara

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hinir duldu textar Biblíunnar

Verð
22900