Staðnámskeið

Japanska II

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. og fim. 11. mars - 3. apríl kl. 17:00 - 19:00 (8x)

16 klst.

Nökkvi Jarl Bjarnason

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 51.900 kr.
Snemmskráning til og með 1. mars. Almennt verð 57.100 kr.
Námskeið

Þetta námskeið er fyrir öll þau sem hafa lokið Japanska I, Japanska fyrir byrjendur I eða hafa sambærilega þekkingu á japönsku. Þátttakendur læra fleiri grunnatriði japanskrar málfræði og málnotkunar. Viðfangsefni eru m.a. tengd daglegu lífi. Þátttakendur æfast í að nota tvenns konar japanskt letur: Hiragana og Katakana.

Þjálfun í framburði og orðaforði er byggður upp með einföldum textum og samtölum. Þátttakendur eru hvattir til að búa sjálfir til samtöl, bæði munnlega og skriflega með Hiragana og Katakana.

Athugið að kennsla fer fram á íslensku og ensku. 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hagnýtan orðaforða til einfaldra samskipta.
  • Helstu reglur um framburð tungumálsins.
  • Japönsku leturgerðirnar Hiragana og Katakana.

Ávinningur þinn

  • Að geta átt einföld samskipti með Hiragana og Katakana.
  • Að geta beitt viðeigandi mál- og samskiptavenjum.
  • Að geta lesið mjög einfalda texta sér til gamans í ferðum um Japan (t.d. á veitingahúsum).
  • Að geta skrifað stutta texta á Hiragana, t.d. stutt skilaboð.

Fyrir hverja

Öll sem hafa lokið námskeiðinu Japanska I eða eru með aðra grunnkunnáttu í japönsku.

Nánar um kennara

Nökkvi Jarl Bjarnason er með BA-gráðu í japönsku máli og menningu ásamt því að hafa lokið JLPT N1 stigsprófi í tungumálinu. Um er að ræða hæsta stig hæfnisprófs sem er ætlað að meta japönskukunnáttu fólks sem lærir japönsku ekki sem móðurmál. Hann starfar nú sem framhaldsskólakennari ásamt því að kenna japönsku sem stundakennari við Háskóla Íslands og leggja stund á doktorsnám í menningarfræði þar sem rannsóknir hans snúast oftar en ekki um japanska tölvuleiki og menningu.

Nökkvi hefur kennsluréttindi í japönsku á framhaldsskólastigi og hefur mikinn áhuga á að heimfæra japönskukennslu fyrir íslenskar aðstæður.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Japanska II

Verð
51900