Staðnámskeið

Risaborgin Tókýó

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 18. og 25. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (2x)

4 klst.

Unnur Bjarnadóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 22.900 kr.
Snemmskráning til og með 8. nóvember. Almennt verð 25.200 kr.
Námskeið

Tokyo, eða Tókýó á íslensku, er sannkölluð risaborg þar sem öllu ægir saman og allt er til. Á þessu námskeiði verður fjallað um sögu Tokyo og hvernig hún varð að höfuðborg Japans og stórborginni sem við þekkjum í dag.

Mismunandi hverfi borgarinnar og staðir í nærumhverfi hennar verða skoðaðir, sem og sérkenni þeirra og hvað hægt er að upplifa á hverjum stað, hvort sem það snýr að sögu, listum eða mat. Einnig verður farið yfir hvernig best er að ferðast frá Íslandi til Tokyo, hvernig hægt er að ferðast frá Tokyo til annarra áfangastaða innan Japans og hvernig er best að ferðast innan sjálfrar borgarinnar. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa allar upplýsingar sem þeir þurfa til að geta skipulagt þá ferð til Tokyo og Japans sem þeim hentar best.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sögu og uppbyggingu Tokyo.
  • Mismunandi hverfi Tokyo og borgarmenningu þeirra.
  • Nærumhverfi Tokyo og mögulegar dagsferðir.

Ávinningur þinn

  • Upplýsingar um hvernig best er að ferðast til og frá Tokyo og inni í borginni sjálfri.
  • Þekkingu á sérkenni hinna mismunandi hverfa Tokyo og nærumhverfis.
  • Upplýsingar sem nýtast til að skipuleggja sína eigin fullkomnu ferð til Tokyo og Japans.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á Tokyo, Japan og japanskri menningu. Ekki er krafist neinnar fyrirframþekkingar á efninu.

Nánar um kennara

Unnur Bjarnadóttir lauk BA-gráðu í japönsku máli og menningu og MA-gráðu í þýðingafræði frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MA-gráðu í þvermenningarlegum fræðum frá Heidelberg háskóla í Þýskalandi og MA-gráðu frá University College London í asískri fornleifafræði. Hún hefur stundaði nám við Nagoya háskóla í Japan og Seoul National University í Suður-Kóreu og talar bæði japönsku og kóresku. Einnig hefur hún tekið þátt í fornleifauppgreftri í báðum löndum. Árið 2021 stofnaði Unnur Bókaútgáfuna Asíu og gaf út bókina Ævintýri frá Kóreu og Japan. Árið 2023 gaf hún út aðra bók, Goðsögur frá Kóreu og Japan, með styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Auk þess er hún aðstoðarkennari og fyrirlesari á Hugvísindasviði Háskóla Íslands í námskeiðum á vegum japönskudeildar og verður stundakennari við bæði japönsku- og kóreskudeild á komandi haustmissseri.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Risaborgin Tókýó

Verð
22900