Staðnámskeið

Óþekkt svæði Frakklands - Provence og eyjar í Karíbahafi

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 31. okt. og 7. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (2x)

4 klst.

Grégory Cattaneo

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 22.900 kr.
Snemmskráning til og með 21. október. Almennt verð 25.200 kr.
Námskeið

Dreymir þig um að uppgötva Frakkland utan alfaraleiða? Á þessu námskeiði er fjallað um hið þekkta Provence hérað og tvo falda gimsteina í Karíbahafi; Gvadelúpeyjar (Guadeloupe) og Martinique. Farið er yfir þessi minna þekktu landsvæði og fjallað um lykilstaði, sögu og menningu. Einnig eru gefnar hagnýtar upplýsingar sem koma sér vel þegar skipuleggja á ferðir þangað á eigin vegum.

Provence í Frakklandi og Gvadelúpeyjar og Martinique í Karíbahafinu eru landsvæði sem eiga ólíka sögu en eiga það sameiginlegt að vera rík af menningu og spennandi áfangastaðir fyrir ferðalanga. Á námskeiðinu er farið yfir sögu þessara ólíku landsvæða og kafað ofan í þá menningarlegu þróun sem þar hefur átt sér stað.

Provence hérað er þekkt fyrir glæsilegt og myndrænt landslag, og líflega markaði. Fjallað verður um sögulegar borgir á svæðinu, svo sem Avignon, Aix-en-Provence og Marseille. Einnig verður farið yfir matarmenningu Suður-Frakklands, tónlist og hefðir landsvæðisins.

Gvadelúpeyjar og Martinique í Karíbahafi eru franskar nýlendur í Vestur-Indíum, þ.e. Karíbahafi. Fjallað verður um margbrotna sögu þessara eyja en sagan einkennist af evrópsku landnámi, þrælahaldi og baráttu fyrir frelsi. Einnig verður farið yfir líflega menningu eyjanna, tónlist sem laðar fólk að sér, töfrandi matarmenningu og dásamlegt suðrænt landslag. 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sögu og menningu Provence, Gvadelúpeyja og Martinique sem sjálfstæðra svæða og hluta Frakklands. 
  • Helstu kennileiti og markverða áfangastaði.
  • Sérstöðu þessara minna þekktu landsvæða Frakklands.
  • Matarmenningu svæðanna; mat úr hafi, vín frá Provence og romm frá eyjum í Karíbahafinu.
  • Kynning á málfræði og menningu þjóðmálsins Provencal og kreólíska tungumálsins, í gegnum bókmenntir og tónlist.

Ávinningur þinn

  • Góð yfirferð yfir nokkur af óþekktari svæðum í Frakklandi: Provence, Gvadelúpeyjar og Martinique.
  • Innsýn í sögu, menningu og listir landsvæðanna og þróun þeirra.
  • Grunnur til að skipuleggja ferð á þessa staði á eigin vegum.

Fyrir hverja

Allt ferðaáhugafólk, áhugafólk um Frakkland, framandi sögu og menningu og öll sem vilja kynna sér eitthvað áhugavert og nýtt.

Nánar um kennara

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Óþekkt svæði Frakklands - Provence og eyjar í Karíbahafi

Verð
22900