Staðnámskeið

Halldór Laxness og myndlist - "Orð hafa þar aungva stoð"

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 10. okt. kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 19.900 kr.
Snemmskráning til og með 1. október. Almennt verð 21.900 kr.
Námskeið

Á starfsævi sinni var Halldór Laxness í meiri og nánari tengslum við bæði íslenska og erlenda myndlistarmenn en nokkur annar rithöfundur á landinu. Hann skrifaði fyrstur manna marktækar greinar um nokkra þeirra, t.a.m. Jóhannes Kjarval, Ásmund Sveinsson og Þorvald Skúlason. Eins tók hann upp hanskann fyrir þá á prenti í menningarpólitískri umræðu. Listamenn á borð við Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason og Gunnlaug Scheving voru síðan samherjar hans í ólgusjó menningarlífins á fjórða og fimmta áratugnum, tóku beinan þátt í umdeildum útgáfuverkefnum á borð við Njáls sögu og gerðu kápur fyrir margar skáldsögur og leikrit skáldsins. Fjöldi íslenskra og erlendra listamanna sá sig svo knúinn til að hylla skáldið með portrettmyndum við ýmis tækifæri.

Þessi kvöldstund verður tileinkuð samskiptum Halldórs Laxness og myndlistarmanna í tímans rás, til gagns jafnt fyrir unnendur skáldsins og áhugafólk um íslenska myndlist.

Fyrir hverja

Áhugafólk um íslenskar bókmenntir og myndlist.

Nánar um kennara

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og fyrrverandi dósent við listfræðideild HÍ, stundaði nám í bókmenntum og listasögu í Skotlandi, Englandi, Svíþjóð og Ítalíu. Hann er reyndur sýningarstjóri og afkastamikill höfundur bóka um íslenska myndlist.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Halldór Laxness og myndlist - "Orð hafa þar aungva stoð"

Verð
19900