Staðnámskeið

Samúræjar og Shogun

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 8. og 15. okt. kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Unnur Bjarnadóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 22.900 kr.
Snemmskráning til og með 28. september. Almennt verð 25.200 kr.
Námskeið

Samúræjar eða Samurai er orð sem flestir hafa heyrt í tengslum við sögu og menningu Japans. En hvað er samurai? Á þessu námskeiði verður farið yfir myndun samurai-stéttarinnar í Japan, hvernig hún komst til valda og hvernig samurai-hershöfðingjar sameinuðu hin mörgu héruð Japans og bjuggu til það japanska ríki sem við þekkjum í dag.

Fjallað verður um atburði sem áttu sér stað í kringum árið 1600 og voru sérstaklega afdrifaríkir í sögu Japans. Á þessum tíma var Japan sameinað í eitt ríki og ríkisvaldið flutt til Edo (nú Tokyo) sem þá var aðeins smábær. Einnig voru Evrópubúar hraktir úr landi og einangrunarstefna innleidd, sem átti eftir að haldast í meira en 250 ár. Raunverulegir atburðir í sögunni verða síðan meðal annars speglaðir við þáttaröðina Shogun sem kom nýverið út á streymisveitunni Disney+. Að lokum er fjallað um blómatíma hefða og menningar samúræjanna, sem gekk í garð eftir að þeir atburðir urðu sem koma fram í þáttaröðinni. Þetta var tími hinna klassísku samúræja þar sem heiður skipti öllu máli, en líka tími ýmissa lista, m.a. noh-leikrita og ikebana blómaskreytinga, og Zen búddisma.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sögu samúræja í Japan.
  • Sameiningu Japans og þáttaröðina Shogun.
  • Blómatíma samúræjamenningar.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur og þekking á samúræjum og menningu þeirra.
  • Aukinn skilningur á sögulegum bakgrunni þáttaraðarinnar Shogun.
  • Aukinn skilningur á japönsku samfélagi sem auðveldar þér að afla þér frekari þekkingar.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á japanskri sögu og menningu. Ekki er krafist neinnar fyrirframþekkingar á efninu.

Nánar um kennara

Unnur Bjarnadóttir lauk BA-gráðu í japönsku máli og menningu og MA-gráðu í þýðingafræði frá Háskóla Íslands. Einnig er hún með MA-gráðu í þvermenningarlegum fræðum frá Heidelberg háskóla í Þýskalandi og MA-gráðu frá University College London í asískri fornleifafræði. Hún hefur stundaði nám við Nagoya háskóla í Japan og Seoul National University í Suður-Kóreu og talar bæði japönsku og kóresku. Einnig hefur hún tekið þátt í fornleifauppgreftri í báðum löndum. Árið 2021 stofnaði Unnur Bókaútgáfuna Asíu og gaf út bókina Ævintýri frá Kóreu og Japan. Árið 2023 gaf hún út aðra bók, Goðsögur frá Kóreu og Japan, með styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Auk þess er hún aðstoðarkennari og fyrirlesari á Hugvísindasviði Háskóla Íslands í námskeiðum á vegum japönskudeildar og verður stundakennari við bæði japönsku- og kóreskudeild á komandi haustmissseri.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Samúræjar og Shogun

Verð
22900