Staðnámskeið

Ítalska III

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. og mið. 18. nóv. - 4. des. kl. 17:15 - 19:15 (6x)

12 klst.

Maurizio Tani

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 44.900 kr.
Snemmskráning til og með 8. nóvember. Almennt verð 49.400 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er unnið með alla færniþætti, talmál, lestur, hlustun og ritun en þó verður sérstök áhersla á talmál.
Í lok námskeiðs geta þátttakendur tjáð sig um kunnugleg málefni svo sem veður, heilsu, gistingu, fjölskyldu, tísku og verslun, smekk, og lýsingar á hlutum og fólki.
Þátttakendur munu einnig öðlast betri innsýn í menningu og þjóðfélög ítölskumælandi landa.
Námskeiðið er  aðallega kennt á ítölsku.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa lokið Ítalska I og II eða hafa sambærilega þekkingu á ítölsku máli.

Nánar um kennara

Maurizio Tani hefur verið stundakennari við HÍ síðan 2001 og hefur langa reynslu af því að kenna ítölsku. Hann er með MA í menningarfræði, BA í ítölskum málvísindum og menningu og einnig er hann með diplómu í ítölskum kennslufræðum. Hann hefur gefið út margar rannsóknir og bækur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ítalska III

Verð
44900