Staðnámskeið

Breytingar á verktíma - tafabætur o.fl.

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 20. nóv. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Jóhannes Karl Sveinsson

Magnús Ingvar Magnússon

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 38.900 kr.
Snemmskráning til og með 10. nóvember. Almennt verð 42.800 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu verður með hagnýtum og raunhæfum hætti fjallað um skilyrði og beitingu tafabóta í verkframkvæmdum. Farið verður yfir þær reglur sem gilda um tafabætur og hvernig dómstólar hafa mótað þær reglur í gegnum árin. Þá er fjallað um aðrar afleiðingar vegna breytinga á verktíma, svo sem viðbótargreiðslur til verktaka.

Markmið námskeiðsins er að miðla áfram þeirri þekkingu sem kennarar hafa öðlast með rekstri dómsmála á sviði verktakaréttar og setja fram með skýrum hætti þær reglur sem mótast hafa í framkvæmd og lúta að tafabótum.

Á námskeiðinu verður vikið að frumskilyrðum fyrir beitingu tafabóta, rétti verktaka til framlengingar verktíma, tilkynningum verktaka um framlengingu verktíma. Fjallað verður um tómlæti verkkaupa við innheimtu tafabóta, endurskoðunarheimild dómstóla á ákvæðum verksamninga um tafabætur og rétti verktaka til bóta vegna lengri verktíma þegar skilyrði tafabóta eru ekki uppfyllt. Áhersla verður lögð á reglur ÍST 30 og hvernig þær hafa mótast í dómaframkvæmd.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Tafabætur.
  • Reglur ÍST 30.
  • Dómaframkvæmd.

Ávinningur þinn

  • Hagnýtur skilningur á helstu reglum um tafabætur.
  • Innsýn í dómaframkvæmd um beitingu tafabóta.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum sem koma að verkframkvæmdum þar sem reynt getur á beitingu tafabóta; verkfræðingum, lögfræðingum, hönnuðum og öðrum sem koma að verkframkvæmdum.

Nánar um kennara

Jóhannes Karl Sveinsson er eigandi á Landslögum lögfræðistofu.  Hann hefur um 30 ára reynslu af lögmennsku og hefur á þeim tíma gætt hagsmuna bæði verktaka og verkkaupa  innan og utan réttarsala. Þá hefur Jóhannes Karl kennt verktaka- og útboðsrétt við Endurmenntun HÍ og við lagadeild HÍ. Hann er höfundur bóka og tímaritsgreina um efnið.

Magnús Ingvar Magnússon er fulltrúi á Landslögum lögfræðistofu. Magnús lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2017 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi síðar sama ár. Magnús hóf störf hjá Landslögum haustið 2018. Helsta starfsvið Magnúsar er á sviði verktakaréttar en Magnús hefur aðstoðað Jóhannes við rekstur nokkurra af umfangsmestu dómsmála á sviði verktakaréttar síðustu ára.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Breytingar á verktíma - tafabætur o.fl.

Verð
38900