Viktor Steinarsson

Peningur kr.
Námskeið

Hugmyndafræði Agile við stjórnun verkefna er upphaflega komin frá hugbúnaðariðnaðinum en hefur síðastliðin ár verið að breiðast út í fleiri greinar atvinnulífsins.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði Agile verkefnastjórnunar ásamt því að skoða Scrum. Fjallað verður um helstu hugtök, hlutverk og uppbyggingu aðferðafræðinnar og tengsl hennar við skipulag fyrirtækja í dag og hvernig hún getur nýst við stjórnun verkefna í verkefnadrifnum skipulagsheildum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Agile hugmyndafræði.
  • Grunnatriði Scrum hugmyndafræðinnar.
  • Hlutverk í Scrum.
  • Eftirfylgni með Scrum.
  • Teymisvinnu.
  • Samsetningu teyma og skipulag verkefna.
  • Hvernig hægt er að nýta Scrum við daglega stjórnun verkefna.
  • Mat verkefna, verkþátta og áætlanir í Scrum.
  • Niðurbrot verkefna.
  • Mannlega þáttinn í verkefnastjórnun.

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking á grunnatriðum Agile og Scrum.
  • Aukin þekking á stýringu verkefna.
  • Betri skilningur á því hvernig mögulegt er að nýta Agile verkefnastjórnun við úrlausn ólíkra tegunda verkefna.

Kennslufyrirkomulag

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að kynnast Agile verkefnastjórnun og notkun Agile aðferðafræðarinnar við stýringu verkefna.

Nánar um kennara

Viktor Steinarsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá HÍ (MPM). Viktor er IPMA vottaður verkefnastjóri og hefur starfað sem verkefnastjóri, ScrumMaster, ráðgjafi og stjórnandi hjá fyrirtækjum bæði hér heima og erlendis.

Verð