Guðný Norðdahl Einarsdóttir

Peningur kr.
Námskeið

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.
 

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
 

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
 

Áreiðanleg og málefnalega rökstudd aðferð við flokkun starfa er lykilatriði í því að vel takist að ná markmiðum um launajafnrétti. Fyrirtæki og stofnanir sem vilja fá jafnlaunavottun á grundvelli staðalsins verða að ákvarða þau viðmið sem lögð skulu til grundvallar flokkun starfa og í framhaldi af því að flokka öll störf samkvæmt þeim.
 

Á námskeiðinu er fjallað almennt um hugmyndafræðina að baki flokkun starfa, viðmiða og ólíkar aðferðir við starfaflokkun. Einnig er farið yfir verklag og ferli starfaflokkunar skref fyrir skref og hvað felst í þeirri vinnu. Þátttakendum er leiðbeint um flokkun starfa og fá þeir aðgang að verkfærum og líkönum sem þeir geta nýtt á sínum vinnustað.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Ferli við flokkun starfa og verklag.
  • Aðferðir starfaflokkunar og val á aðferðafræði.
  • Ákvörðun og skilgreiningu viðmiða sem lögð eru til grundvallar flokkunar starfa.
  • Flokkun starfa samkvæmt viðmiðum.
  • Prófun á starfaflokkun og tenging við launaákvörðun.
  • Verkfæri og líkön sem nýta má til flokkunar starfa.
  • Ávinning starfaflokkunar og helstu hindranir.

Ávinningur þinn

  • Að öðlast skilning á starfaflokkun, tilgangi hennar og ólíkum aðferðum.
  • Að þekkja ferli starfaflokkunar og verklag.
  • Að geta framkvæmt starfaflokkun, s.s. skilgreint viðmið og flokkað störf á grundvelli þeirra.
  • Að fá tækifæri til að miðla og læra af öðrum í sömu sporum varðandi flokkun starfa.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Nánar um kennara

Guðný Einarsdóttir er sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála-og efnhagsráðuneytinu.

Verð