

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. og mið. 28. apríl - 14. maí kl. 19:30 - 21:30 (6x)
Maurizio Tani
Endurmenntun Háskóla Íslands
Langar þig til þess að læra tungumálið þeirra Dante, Leonardo, Galilei, Verdi, Pinocchio og Bocelli? Langar þig til að tala ítölsku og fá nýja sýn inn í ítalska menningu?
Á námskeiðinu er fjallað um grunnatriði í ítölsku og gefin innsýn í menningu Ítalíu. Einfaldir og markvissir kennsluhættir skila þátttakendum góðri kunnáttu á stuttum tíma sem nýtist vel við daglegar athafnir og í ferðalögum. Ekki er krafist neinnar forkunnáttu.
Maurizio Tani hefur verið stundakennari við HÍ síðan 2001 og hefur langa reynslu af því að kenna ítölsku. Hann er með MA í menningarfræði, BA í ítölskum málvísindum og menningu og einnig er hann með diplómu í ítölskum kennslufræðum. Hann hefur gefið út margar rannsóknir og bækur.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.