Staðnámskeið

Samningatækni

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 5. feb kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00

7 klst.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 26. janúar. Almennt verð 60.400 kr.
Námskeið

Hvernig nærð þú meiri árangri í samningaviðræðum? Á námskeiðinu eru þátttakendur markvisst þjálfaðir til að ná aukinni færni í samningagerð, hvort sem um er að ræða formlega eða óformlega samninga.

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir lykilþætti árangursríkrar samningatækni. Kynntar verða leiðir til að ná fram meiri árangri í samningaviðræðum og hvernig hægt er að stuðla að lausnamiðaðri nálgun við samningsaðila.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvernig við undirbúum við okkur fyrir samningaviðræður.
  • Gagnlegar aðferðir við uppbyggingu á árangursríku samningaferli.
  • Tækni til að mæta ólíkum samningamönnum.
  • Hvernig er hægt að ná meiri árangri í samningaviðræðum.

Ávinningur þinn

  • Meiri árangur í samningaviðræðum.
  • Aukið sjálfstraust til að takast á við krefjandi aðstæður.
  • Aukin færni í mannlegum samskiptum.
  • Beiting skapandi hugsunar við úrlausn mála.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í samningaviðræðum. Námskeiðið byggist á raunhæfum verkefnum og fyrirlestrum. Um er að ræða hagnýtt námskeið sem mun gagnast með beinum hætti í starfi sem og einkalífi.

Nánar um kennara

Elmar Hallgríms Hallgrímsson er framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingafélagi. Elmar er lögfræðingur frá HÍ og hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla. Elmar hefur einnig lokið framhaldsnámi í lögfræði við University of Pennsylvania og námi frá Wharton Business School þar sem hann einblíndi m.a. á samningatækni.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Samningatækni

Verð
29900