

Valmynd
Eggert Þröstur Þórarinsson
Markviss áhættustýring dregur úr áhættu í rekstri fyrirtækja og eykur þannig virði þeirra. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu og færni í notkun á helstu áhættuvörnum sem notaðar eru á innlendum fjármálamarkaði.
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði áhættustýringar, með það að markmiði að þátttakendur séu betur í stakk búnir að greina áhættur í rekstri fyrirtækja. Farið verður yfir helstu tegundir af áhættuvörnum og fjallað sérstaklega um afleiður. Námskeiðið er sniðið að innlendum aðstæðum og þeim áhættuvörnum sem fyrirtækjum hér á landi standa helst til boða.
Námskeiðið er ætlað stjórnendum, greinendum og hagfræðingum sem koma að ákvörðunum um rekstur og fjármál fyrirtækja. Enn fremur nýtist það þeim sem vilja auka skilning sinn á áhættuvörnum.
Eggert Þ. Þórarinsson er aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Hann er vélaverkfræðingur frá HÍ, hefur meistaragráðu í fjármálum frá University of Cambridge og er löggiltur verðbréfamiðlari.