

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 9. og fim. 10. apríl kl. 9:00 - 12:00 (2x)
Þorgerður Magnúsdóttir
Eva Ósk Ármannsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Hver er tilgangurinn með góðri skjalastjórn, til hvers að eyða púðri í hana? Hvernig er hægt að viðhalda góðri skjalastjórn á vinnustöðum?
Á námskeiðinu verður fjallað um lagaumhverfi í skjalastjórn á Íslandi og hvernig skjalastjórn tengist mikilvægum málefnum á vinnustöðum eins og rekjanleika gagna og ákvarðana ásamt tengslum þekkingar og gæða og þekkingarstjórnunar. Jafnframt verður fjallað um mismunandi tegundir skjala og meðhöndlun þeirra sem og gerð eftirfarandi: skjalastefnu, skjalavistunaráætlunar, málalykils, skjalakerfis og lýsigagna. Auk þess verða rafræn skil tekin fyrir.
Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og léttri verkefnavinnu.
Fyrir þá sem vinna með stjórnun gagna á sínum vinnustað, s.s. vistun, skráningu og pökkun. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
Eva Ósk Ármannsdóttir er sérfræðingur í skjalastjórn hjá Landsbankanum. Eva er með BA í upplýsingafræði og diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún hefur mikla reynslu í skjalastjórn hjá ríki og sveitarfélögum.
Þorgerður Magnúsdóttir er gæðastjóri Varðar, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð. Hún hefur umtalsverða reynslu af gæða- og skjalamálum í fjármálageiranum.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.