Fjarnámskeið

SQL fyrirspurnarmálið

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 7. og 14. nóv. kl. 13:00 - 16:00

6 klst.

Hjálmtýr Hafsteinsson

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 53.900 kr.
Snemmskráning til og með 9. september. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu er farið ítarlega í fyrirspurnarmálið SQL. Fjallað verður um skipulag venslagagnasafna og flóknari gerðir SQL fyrirspurna æfðar í fría gagnasafnskerfinu SQLite.

Nær öll gagnasafnskerfi í dag eru byggð á venslalíkaninu og nota SQL fyrirspurnarmálið til að vinna með gögnin. Það er því mikilvægt fyrir þá sem vinna mikið með gagnasöfn að skilja eiginleika þessara kerfa, bæði möguleika þeirra og takmarkanir.

Þetta er seinna námskeiðið af tveimur um gagnasafnskerfi og SQL fyrirspurnarmálið. Á þessu námskeiði er farið í flóknari SQL fyrirspurnir, meðal annars innri og ytri tengingar á töflum, undirfyrirspurnir, samsetningu fyrirspurna með mengjavirkjum og sýndartöflur. Einnig eru skoðaðar skorður sem hægt er að setja á töflur og hvernig vísar geta aukið hraða fyrirspurna. Gerðar eru æfingar í fría gagnasafnskerfinu SQLite, en það er mjög einfalt í uppsetningu og er eitt mest notaða gagnasafnskerfið í heiminum í dag.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skipulag venslagagnasafna.
  • SQL fyrirspurnir á eina töflu og tengingar (e. join) tveggja tafla.  Fjallað er bæði um innri og ytri tengingar.
  • Undirfyrirspurnir í SQL, þ.e. hvernig hægt er að nota útkomu einnar fyrirspurnar sem inntak í aðra fyrirspurn.
  • Samsetning fyrirspurna með mengjavirkjum og sýndartöflur.
  • Skorður (e. constraints) á töflum til að koma í veg fyrir að röng gögn komist í gagnasafnið.
  • Notkun vísa (e. indexes) til að auka hraða fyrirspurna.

Ávinningur þinn

  • Þátttakendur fá þjálfun í SQL fyrirspurnarmálinu og sjá fjölbreyttar leiðir sem hægt er að nota til þess að nálgast gögn í gagnasöfnum.
  • Þátttakendur fá kynningu á nokkrum þáttum í umsjón gagnasafna, svo sem notkun á skorðum og vísum.

Fyrir hverja

Ætlað þeim sem hafa unnið eitthvað með venslagagnasöfn, en vilja fá betri þekkingu á SQL fyrirspurnarmálinu. Þetta á m.a. við um þá sem hafa tekið fyrra námskeiðið í þessari námskeiðaröð „Gagnasöfn og SQL“.

Nánar um kennara

Hjálmtýr Hafsteinsson er dósent í tölvunarfræði við HÍ. Hann hefur kennt þar námskeið um gagnasafnsfræði auk fjölmargra annara tölvunarfræðinámskeiða í grunn- og framhaldsnámi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

SQL fyrirspurnarmálið

Verð
53900