

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 8. apríl kl. 8:30 - 12:30
Bjarni Frímann Karlsson
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Námskeiðið fjallar um yngsta og oft vanmetinn kafla ársreikningsins, sjóðstreymi. Sjóðstreymið skýrir frá breytingum á handbæru fé félagsins á meðan rekstrarreikningurinn greinir afkomuna á reikningstímabilinu.
Ótal rannsóknir hafa leitt í ljós að sjóðstreymi getur fyrr gefið vísbendingar um erfiðleika í rekstri félags heldur en rekstrarreikningurinn gerir.
Meðan rekstrarreikningurinn gerir grein fyrir tekjum og gjöldum á reikningstímabilinu þá gerir sjóðstreymið grein fyrir innborgunum og útborgunum á sama tímabili. Þannig er það strangari prófsteinn á árangur af starfsemi félagsins. Stjórnendur hafa minna svigrúm til framsetningar á matskenndum stærðum í starfseminni. Lykilstærð sem fæst úr sjóðstreyminu er handbært fé frá rekstri. Forvitnilegt er að bera þessa stærð saman við niðurstöðutölu rekstrarreikningsins, sem kallast hagnaður (tap). Til lengri tíma litið eiga þessar stærðir að haldast í hendur. Oft er samt misbrestur á því.
Ætlað þeim sem eru þokkalega læsir á ársreikninga, en ekki vel að sér í gerð og uppbyggingu sjóðstreymis. Hentar ekki þeim sem hafa ekki innsýn í reikningsskil og eðli bókhalds.
Bjarni Frímann Karlsson f.v. lektor í reikningshaldi og endurskoðun við Viðskiptafræðideild HÍ frá 2005.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.