Fjarnámskeið

Skipulagsmál - fyrir sveitastjórnir og áhugasama

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 15. og fim. 17. okt. kl. 16:30 - 18:00

3 klst.

Erla Bryndís Kristjánsdóttir

Gunnar Páll Eydal

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 5. október. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Skipulagsmál eru spennandi og mikilvæg en um leið krefjandi og jafnvel flókin. Í skipulagi er sett stefna um fyrirkomulag byggðar og mótun umhverfis og þar er landi ráðstafað fyrir mismunandi nýtingu. Teknar eru ákvarðanir og ákvæði sett um hönnun hins byggða umhverfis. Sveitarfélögum ber skylda til að taka faglegar og gagnsæjar skipulagsákvarðanir með aðkomu íbúa og hagaðila.

Á námskeiðinu verður farið yfir tilgang og markmið skipulagsgerðar, helstu hugtök í skipulagi, mismunandi gerðir skipulags og skipulagsferlið. Fjallað verður um áhrif skipulags á umhverfi og samfélag og aðkomu íbúa og annarra aðila að skipulagsgerðinni. Jafnframt er fjallað um ýmis tæki og tól sem notuð eru við skipulagsgerð.

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakenda á skipulagsmálum. Námskeiðinu er ætlað að veita ákveðna yfirsýn um skipulagsmál, auka skipulagslæsi og færni til þátttöku í skipulagsgerð. Tekin verða dæmi til útskýringar og stuðnings á viðfangsefninu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Tilgang og gildi skipulags.
  • Helstu hugtök í skipulagi og við skipulagsgerð.
  • Mismunandi gerðir skipulags og tengsl þeirra.
  • Skipulagsferlið og afgreiðslu skipulags.
  • Áhrif skipulags á umhverfi og samfélag.
  • Aðkomu íbúa og hagsmunaaðila.
  • Tól og verkfæri við skipulagsgerð.
  • Hvernig á að lesa skipulag.

Ávinningur þinn

  • Yfirsýn yfir skipulagsgerðir, skipulagsferlið og hugtök á þessu sviði. 
  • Aukið skipulagslæsi.
  • Aukin færni og kunnátta til þátttöku í gerð skipulags.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra kjörna fulltrúa í nefndum sveitarfélaga, t.d. skipulagsnefndir, byggingarnefndir, hafnarstjórnir, umhverfisnefndir og atvinnunefndir.

Einnig fyrir starfsfólk sveitarfélaga og aðra opinbera starfsmenn sem tengjast skipulagsmálum. Gagnlegt fyrir aðila sem tengjast framkvæmdum sem kalla á skipulagsvinnu. Hentar einnig íbúum sem láta sig skipulagsmál varða.

Nánar um kennara

Erla Bryndís Kristjánsdóttir starfar við skipulagsráðgjöf hjá verkfræðistofunni Verkís og er hópstjóri landslags og skipulags hjá fyrirtækinu. Hún er landslagsarkitekt frá Landbúnaðarháskóla Noregs (1998) og hefur starfað við landslagshönnun og skipulagsráðgjöf frá þeim tíma.

Gunnar Páll Eydal starfar við umhverfis- og skipulagsráðgjöf hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann er skipulagsfræðingur með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindastjórnun frá Simon Fraser University í Kanada (2005). Gunnar Páll hefur starfað við rannsóknir, ráðgjöf og kennslu í umhverfis- og skipulagsmálum frá árinu 1997.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skipulagsmál - fyrir sveitastjórnir og áhugasama

Verð
29900