Jón Arnar Baldurs

Peningur kr.
Námskeið

Við gerð skattframtals þurfa aðilar í eigin rekstri að útbúa rekstrarreikning vegna starfsemi sem hefur að geyma upplýsingar um tekjur og gjöld á árinu. Yfirleitt er frekar einfalt að skrá það sem telst sem tekjur en vandamálin snúa þá fremur að því hvaða kostnað megi gjaldfæra á móti tekjum?
 

Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig á að setja upp rekstrarreikning á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um tekjur og gjöld. Eins verður farið yfir það hvernig á að fylla út eyðublöð skattaframtals á grundvelli upplýsinga í rekstrarreikningi.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Rekstur á eigin kennitölu, fyrir smáfyrirtæki (velta allt að 10-15 m.).
  • Veltulágmarkið í virðisaukaskatti.
  • Frádráttarbæran rekstrarkostnað.
  • Einka- og eignakostnað.
  • Gerð rekstrarreiknings.
  • Framtal til skatts (Eyðublöð 4.10 og 4.11). Einnig verður farið yfir önnur eyðublöð sem tilheyra einstaklingsrekstri (Eyðublöð 4.01, 4.03 og 4.05).

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking á tekjum og frádráttarbærum gjöldum.
  • Aukinn skilningur á gerð rekstrarreiknings.
  • Aukin geta til útfyllingar á upplýsingum í skattaframtali.

Fyrir hverja

Atvinnurekendur smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi aðila.

Nánar um kennara

Jón Arnar Baldurs, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.

Verð