Staðnámskeið

Inngangur að gæðastjórnun


Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim 31. okt. og fös. 1. nóv. kl. 8:30 - 12:00

7 klst.

Þorgerður Magnúsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 54.900 kr.
Snemmskráning til og með 21. október. Almennt verð 60.400 kr.
Námskeið

Námskeið í undirstöðuatriðum gæðastjórnunar þar sem fjallað verður um helstu verkefni gæðastjórnunar. Meðal viðfangsefna eru gæðakerfi, staðlar, vottanir, innri úttektir, áhættustýring o.fl.

Gæðastjórnun er umfangsmikil grein sem hefur áhrif þvert á rekstur skipulagsheilda. Virk gæðastjórnun stuðlar að samræmdum vinnubrögðum, umbótamiðaðri starfsemi, upplýstri ákvarðanatöku og jafnvel að meiri starfsánægju og helgun starfsmanna. Við ætlum að stikla á stóru, kynnast helstu straumum og stefnum í gæðamálum og skoða hvaða verkfærum er hægt að beita til að ná fram virkri gæðastjórnun innan skipulagsheilda.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Uppruna, þróun og tilgang gæðastjórnunar.
  • Hvað er gæðakerfi/stjórnkerfi?
  • Staðla og stuðning þeirra við stjórnkerfi.
  • Hver er ávinningur vottana?
  • Kröfur og stýringar.
  • Hvernig fer vottun gæðastjórnunarkerfis fram?
  • Gæðahandbækur.
  • Innihald og form helstu gæðaskjala og eftirfylgni með þeim.
  • Innri úttektir: Úttektaráætlanir, undirbúning úttekta, framkvæmd úttekta og úttektaskýrslur.
  • Áhættustýringu (áhættumat og áhættumeðferð).
  • Mælingar og gögn: Hvernig eru mælingar notaðar til að styðja við stjórnkerfið og hvaða mælikvarða er hægt að nota?

Ávinningur þinn

  • Þátttakendur öðlast skilning gæðastjórnunar og helstu verkfæri hennar við umsýslu stjórnkerfa skipulagsheilda.

Fyrir hverja

Kjörið fyrir skjalastjóra, skrifstofustjóra, rekstrarstjóra og öll sem vilja skilja gæðastjórnun betur. Nýtist til dæmis þeim sem sinna gæðamálum meðfram öðrum störfum, þeim sem vinna náið með gæðastjórum á sínum vinnustöðum og/eða þurfa að uppfylla fjölbreyttar kröfur í vottuðu umhverfi.

Nánar um kennara

Þorgerður Magnúsdóttir, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð. Hún hefur umtalsverða reynslu af gæða- og skjalamálum í fjármálageiranum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Inngangur að gæðastjórnun

Verð
54900