Valmynd
Guðrún Guðmundsdóttir
Hildur Halldórsdóttir
Erfið starfsmannamál geta tekið á hlutverk stjórnanda og er mikilvægt að þeir séu vel í stakk búnir til að mæta slíkum málum. Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp.
Þátttakendum verður gefið svigrúm til að ræða saman um þetta viðfangsefni og þeir beðnir um að taka virkan þátt og vera tilbúnir til að deila reynslu sinni sem stjórnendur.
Ætlað stjórnendum sem hafa reynslu af stjórnun starfsmanna.
Guðrún og Hildur reka fyrirtækið AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að efla sig í mannauðsmálum.
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er með MA í Human Resource Management frá University of Westminster. Guðrún starfaði áður sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í mannauðsmálum og var starfsmannastjóri og sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands á árunum 2002 - 2015 en starfaði áður hjá Baugi sem verkefnisstjóri og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Hildur Halldórsdóttir er með MA í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hildur starfaði áður sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands og var verkefnastjóri á starfsmannasviði Háskóla Íslands á árunum 2007-2016. Þá hefur Hildur starfað við markaðs- og kynningarmál, m.a. hjá ÍMARK og Stöð 2. Hildur er ACC vottaður markþjálfi.