

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 12. mars kl. 9:00 - 12:00
Guðrún Ólafsdóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Á þessu námskeiði verður fjallað um líðan, heilsu og öryggi starfsfólks út frá fræðum gæðastjórnunar og vinnuverndar.
Hvernig er hægt að stuðla að vellíðan fólks á vinnustað og auðvelda einstaklingum að ná árangri?
Á námskeiðinu verður fjallað um félagslega og sálræna þætti, sem og vinnuaðstöðu og eins hvernig hæfni einstaklinga er metin og hvernig henni er viðhaldið.
Viðhorf starfsfólks til sinna daglegu starfa og umhverfis síns leggur grunn að góðri starfsemi skipulagsheilda. Göngum glöð til starfa alla daga!
Öll sem eru hluti af vinnustöðum landsins, sérstaklega áhugavert fyrir vinnustaði þar sem nú þegar er verið að vinna samkvæmt hugmyndafræði gæðastjórnunar og / eða standa fyrir vinnuverndarstarfi. Nytsamlegt fyrir gæðastjóra, öryggisstjóra, mannauðsstjóra og stjórnendur sem eru að hlúa að góðri vinnustaðamenningu, ýta undir gleði og góða samvinnu.
Guðrún Ólafsdóttir M.Sc. viðskiptafræði, er öryggis- og gæðastjóri sem kemur daglega að ýmsu sem snertir líðan og viðhorf starfsfólks, þvert á starfssvið og deildir.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.