Fjarnámskeið

Spænska I

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. og mið. 14. okt. - 6. nóv. kl. 17:00 - 19:00 (6x). Ath. ekki er kennt 28. og 30. okt.

12 klst.

Svanhildur Guðmundsdóttir

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 44.900 kr.
Snemmskráning til og með 4. október. Almennt verð 49.400 kr.
Námskeið

Námskeiðið er ætlað byrjendum í spænsku sem hafa engan grunn í tungumálinu. Á þessu námskeiði verða helstu málfræðiatriði kynnt og farið yfir orðaforða sem nýtist í daglegu lífi. Lögð verður áhersla á lesskilning, ritun stuttra texta, hlustun og tjáningu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Helstu málfræðiatriði spænskunnar.
  • Farið yfir hagnýtan orðaforða.
  • Menningu spænskumælandi landa.

Ávinningur þinn

  • Skilningur á uppbyggingu tungumálsins.
  • Grunnfærni í spænsku og geta til að eiga einföld samskipti á einu af útbreiddustu tungumálum heimsins.
  • Innsýn inn í hinn spænskumælandi heim.

Nánar um kennara

Svanhildur Guðmundsdóttir er með BA-gráðu í spænsku og diplóma í kennslufræði erlendra tungumála frá Háskóla Íslands. Svanhildur hefur kennt spænsku um áratug, meðal annars í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Spænska I

Verð
44900